Þrjú ný blá belti hjá Mjölni Það ver vel mætt á námskeiðið hjá Steve Maxwell og var almennt mál manna að vel hafi tekist til.

Steve talaði um að standardinn hjá Mjölni væri mjög góður og var hissa á að félagið væri ekki búið að vera lengur starfandi. Hann sagði að félagið ætti þjálfurunum mikið að þakka.

“Steve gaf þrjú ný blá belti þeim Danna, Kristni, og Óskari. Einnig skellti hann nokkrum strípum á Jón Viðar, Jón Gunnar og Pétur Marel.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.”

Þess má geta til gamans að það tók Kristin(í bláa gallanum) eitt ár upp á dag að vinna sér inn bláa beltið - hann hóf æfingar hjá Mjölni á byrjendanámskeiðinu 12. Jan. 2006!