Nú jæja og nema hvað; vegna skemmtilegra samræðna við Hr. Bukkake hér á “Staðir til að kýla” þræði, en þá ákvað ég að skella eftirfarandi á Grímnissíðu:

http://www.nekron-art.com/images/Gr%EDmnir/monthly%20video/Mutodori-8%20Ichimonji%20(a).MOV

Ekki svo að segja að ég hafi staðið mig sérstaklega vel við þessar aðfarir, enda steindauður ef út í þá sálma væri farið, en það eru einmitt einar helstu hugmyndirnar hér og með þessum æfingum:

a. Að æfa út frá vonlausu hugarfari og aðstæðum sem valda dauða í 9 af hverjum 10 tilfellum.

b. Að þjálfa og samræma líkama, viðbrögð og þolinmæði svo til að hörfað sé frá á síðustu stundu og þar með komist undan þegar (ef?!?) tækifæri veitist. Einn möguleiki (One chance!!!)

c. Að valda - jafnframt - líkamlegum hreyfingum þannig að hægt sé að komast inn - svo til ‘ófyrirsjáanlega’ - til árásar (seinna stig formsins) ef svo ber við að séns gefist og/eða örvænting (Sutemi) gerist nauðsyn á síðasta augnabliki…

Mér fannst það tilvalið að þræla þessu hér og - vonandi - mynda smá skoðanaskipti, en aðferðir Muto Dori eru að mestu ótaldar meðal vestræna Bujinkan, enda þeir stirðbusar oftast nær fastir í slagsmálafantasíum a lá Jiu Jitsu stæl og ekki annars að vænta en að aðferðirnar liggi í fyrirúmi hjá japönskum meisturum sem virðast hallast að mikilvægi og notagildi. Mætti segja að: ‘'Leiðin til sigurs felst í því að forðast samskipti eftir höfði andstæðings!’'

Smá Bujinkan hugsjón hér…;-)

…Og vitanlega koma aðrir - margvíslegir - þættir inn, svosem: Notkun sverðs og stöður, veltur og viðmót etc… En ofanvert raus - ásamt klippu - ætti að veita smá innsýn svona í hnotskurn, þó að myndbandið sjálft sé vitanlega hrátt, óklippt og einungis til einfaldrar leiðbeinslu gert.

Ave,

D/N


Í dag æfir Nekron Bujinkan Ninjutsu: Taihenjutsu Ukemi Gata - Mutodori Gata - Gyokko Ryu Kosshi Jutsu