Sælir, ég er svo til nýkominn frá copen og hef verið töluvert fjarverandi frá huga.
Reyndar hef ég látið tölvur og netið mest í friði en var löngu hættur að nenna að kíkja á hvað var að gerast á huga.is .
Áður en ég fór var ástandið mjög svipað því sem það er nú, menn að tala um MMA og ef minnst var á það sem kallað er því leiðinlega orði ‘HefðBUNDNAR bardagalistir’ þá fussuðu flestir/allir og sveiuðu.
Mér finnst sérstakt hvað það er mikill hroki og skítur í mönnum, mitt er betra en þitt og svo framvegis.
Ég er ekki að gera upp á milli bardagalista en mér finnst sérstaklega undarlegt að menn sem sögðu áðurfyrr “hey, mitt er best og þitt er verst” skuli nú segjast hafa séð ‘ljósið’ og að nú virki bara MMA eða BJJ.
Ég veit að MMA og BJJ virka en þetta er alveg sami hugsunarháttur og var áður, opniði augun í guðanna bænum í smá stund og spáiði í það hvort þið hafið nú í raun séð ALLT.

Þetta er eins og að segja að nú sé búið að finna allt upp og við getum bara lokað einkaleyfastofunum.

Ég veit að einhverjir verða fúlir og vilja kannski koma á fram misvitrum skilaboðum til mín, en ég nenni lítið að rífast, það er nóg af því gert hérna.

Ég lít á mig sem bardagalistamann ( þó ég hafi lítið getað æft vegna anna) og veit að ég get aldrei lært of mikið, ég get þá kosið að velja og hafna en ég get ekki þóst hafa vit á þessu öllusaman.

Ég hef mínar skoðanir á sumum hlutum en það eru ekki algildar staðreyndir, ef ég færi nú að tala um MMA og þættist alvitur bara af því að hafa séð það í sjónvarpinu þá væri ég kjáni.
Ég ætla ekki að fara að nefna nein nöfn en þegar menn eru farnir að segja mér hvað ég er að gera þegar ég æfi þá finnst mér nóg komið, þeir hafa sennilega aldrei séð mig æfa og vita ekki einusinni hvort ég er karl- eða kvenmaður.
Ég veit að úti í heimi er til fullt af fróðleik og þó ég geri tilraunir með eigin hluti þá finnst mér mikilvægt að hafa það á bakvið eyrun að ég er sennilega ekki að fara að finna aftur upp hjólið, það sé alveg möguleiki að einhver hafi þróað hlut sem virki betur.

Kannski er til einhvað (gamalt) þarna úti sem jafnvel kemur til með að verða samhæft MMA æfingum
og það er ekkert nema jákvætt.
það er þó nokkuð ljóst að ef að menn hafa ekki lært af uppgangi BJJ að hægt er að finna ólærða hluti sem virka þá er illa fyrir þeim komið.