Nú er komið að því og fyrstu drög að þessum merka atburði komin á hreint, en staðurinn er settur og dagsetningar ákveðnar…:

Maraþonið mun eiga sér stað; helgina 2 og 3 júní! Nánar tiltekið í TKD-sal Fjölnishússins, Grafarvogi (húsið er samhliða sundlaug Grafarvogs, gengið inn hjá fótboltavellinum. Salurinn er á 2. hæð…)
Þáttökugjald mun nema 1000 íslenskum ríkisdölum (I.e. krónum) og þá greiðast við inngang á hinum fyrsta degi…

Tímasetning er enn óákveðin, en hún mun ráðast innan þess ramma er þátttaka krefst og tilkynnt hér á Huga með - vonandi - góðum fyrirvara…

Ætlunin með þessum atburð er að koma saman áhugasömum iðkendum hinna ýmsu bardagaíþrótta/lista og æfa saman - með opnum huga - í sátt og samlyndi, læra af hvor öðrum og skemmta okkur konunglega. Aðalatriðið væri þá að ‘prófa eitthvað nýtt’ á góðan og gefandi máta…!!!

Eins og hugmyndin hefur þróast hingað til; þá þætti best að gefa hverjum ‘stíl’ ca. 1 klst og tuttugu mínútur + 10 mín. pása þar til næsti ‘kennari/þjálfari’ tekur við… Að lokum hvers dags, væri þá mögulegt að sitja saman, glápa á blandað kynningar- og kennsluefni, fá sér eitthvað í gogginn, kjafta og kynnast etc…

Hvað varðar skipulagsmál og þáttöku, þá tekur salurinn þetta 30 manns max. að hverju sinni og þarafleiðandi - og því miður - ekki pláss fyrir alla, en fyrst skyldi þó kalla til þá sem treysta sér til framfærslu á eigin aðferðum og eru ‘áhugasamir þjálfarar’ hvattir til að hafa samband sem fyrst ('sjá e-mail í undirskrift')… Því fleiri því betra!!!

Taekwondo mál og Ninjutsu eru ráðin og kennarar tilbúnir í slaginn, en margt vantar enn til og óskin sú; að sem flestir sýni verðskuldaðan áhuga…:-)

Þó lítið verði um reglur og ákvæði önnur en þau er eiga við innan veggja Fjölnishúss; þá ber mér sú skylda að minnast á eftirfarandi boðorð:

1. Maraþonið er hvorki keppni né tilraun til ‘endanlegs’ úrskurðar á umdeilanlegum samanburði bardagalista og íþrótta!

2. Mannlegir kostir (þ.á.m. kurteisi, rósemi og virðing/áhugi) skyldu í hvívetna, en ‘ókostir’ mannskepnunnar faldir í skónum og skildir eftir utandyra…

3. Frjálsræði til þátttöku skyldi undir hverjum komið á eiginn hátt og vísu á meðan Maraþoni stendur. Þ.e.a.s. ef fólk er ‘einhverra hluta vegna’ mótfallið og/eða áhugalaust gagnvart ákveðinni list/íþrótt; þá skyldi það bara sitja hjá, slappa af og bíða þess að næsti liður taki við…

Ofanvert væri svona það helsta í bili, en ég býst ekki við öðru en að þetta muni ganga sómasamlega fyrir sig. Undistöðuatriðið væri þá helst; að fólk skemmti sér og komist út ‘óskemmt’ að degi loknum…;-)

Ég vona svo bara að vel verði tekið í þetta og að þetta muni ná að gerast á góðan hátt…

Kv,

D/N