Nú er liðinn tæpur mánuður eða svo frá því að samsveitungar mínir kynntust BJJ og við höfum æft það.

Á þessum stutta tíma hafa tveir þurt að fara útaf æfingu til að æla sökum ofreynslu.

Þar sem ég er frekar óreyndur í þessum ‘Bardagalista-bransa’ ætla ég bara að spyrja hreint út.

Er þetta e-ð sem þið eruð að lenda í á æfingum ?

Og er þetta þá ekki sökum þess að fólk borði of mikið fyrir æfingar og taki hreinlega ‘of’ mikið á ?


Veit að, þar sem, við erum ný byrjaðir á BJJ er algengt að nota mikið afl… Er það kanski ástæðan ?
“When all are one and one is all”- '