Þessi þrjú rök sem þú nefnir gegn því að æfa Eskrima eða FMA eru náttúrulega alveg fáránleg. Þetta er íþrótt og menn keppa held ég meira að segja í þessu bara allir í brynjum náttúrulega, er eitthvað “tilgagslausara” að æfa þetta en t.d. borðtennis?
Sérfræðingar um þessi mál eru flestir sammála um að þetta sé besta og raunhæfasta vopnabardagalistin enda þurfa hermenn að æfa þetta. Þeir lenda kannski í aðstæðum þar sem þeir hafa ekkert nema hníf eða eru í frumskógi og þurfa að drepa einhvern hljóðlátt með hníf. Nú ætlar þú væntanlega að segja “en við erum friðsælir íslendingar blablabla” og þá hrek ég þau rök einfaldlega með því að endurtaka mig. Til hvers vilt þú þá æfa JiuJitsu eða whatever sem snýst um að brjóta limi á andstæðingnum. Eða er það bara fyrir sjálfsvörn….OK hvað hefurðu oft þurft að nota þetta? Ef svarið er aldrei er þetta þá ekki bara tilgangslaust samkvæmt þínum rökum? Eða er þetta kannski eitthvað egó dæmi, svaka töff að geta lamið menn ÁN VOPNA. Ég hef aldrei æft á nein vopn sjálfur (fyrir utan haglabyssu sem ég nota við skotveiðar hehe) en ég væri alveg til í að læra Eskrima einhvern tíman því mér finnst þetta líta út fyrir að vera frekar töff bardagalist.
Já og BTW þá eru líka kenndar margar sjálfsvarnarleiðir til að afvopna andstæðinga og svoleiðis í Eskrima þannig ef einhver ræðst á þig með hníf er ekki slæmt að kunna það. Þýðir lítið að reyna að boxa við gaurinn eða taka hann niður og ætla að armbara hann þegar hann er með hníf í hendinni.