Póstað af Jóni Gunnari á Mjölnir.is:

Óskum Bent, Jóni Viðari og Gunna hjartanlega til hamingju með VEL verðskulduð blá belti frá Matt Thornton!! Ég er hriiiikalega ánægður fyrir þeirra hönd og vona að þeir séu líka í skýjunum. Þetta áttu þeir svo sannarlega skilið!

Þeir voru líka látnir PÚLA fyrir þessu. Endalaust mikið af glímuæfingum og þolæfingum - og nokkrir fengu þann heiður að vera kálað af Matt í sparring. Þið hefðuð átt að sjá SVIPINN á þeim þegar þeir höfðu klárað sína fyrstu glímu við svartbelting í brasilísku Jiu Jitsu! Komment eins og “ég gat ekki HREYFT mig” og “mig langaði næstum til að fara að gráta” voru látin fljúga. Sem sagt, taumlaust stuð í Ármúlanum þetta kvöld.

Óskum líka Árna Þór, Bjarna M. og Steindóri til hamingju með að fá 4 rendur á hvítu beltin sín frá Matt! Þeir hafa allir tekið svakalega miklum framförum og við erum stoltir af þeim.

Að lokum hefði þetta ekki verið gerlegt ef þeir hefðu ekki haft frábæra æfingarfélaga á þessari för sinni - alla ykkur sem æfa hjá Mjölni. Og nú skulum við öll syngja íslenska þjóðsönginn…

Nei, nei, maður má nú verða smá corny á svona augnablikum sem koma nú ekki mjög oft - að sjá æfingafélaga manns fá verðlaun fyrir blóð, svita og tár í fleiri, fleiri mánuði! Svo er ekki oft sem maður sér 6 manns brosa samtímis í heilan hring!