1. Fatnaður
íþróttabuxur eða stuttbuxur. Keppendur mega vera berir að ofan, í rashguard eða stuttermabol. Það er bannað að grípa í föt. Bannað er að vera í fatnaði sem er með rennilás og/eða aðra harða hluti sem geta valdið rispum/skurðum á keppendum og skemmt dýnur. Ef keppendur vilja nota skófatnað þá má vera í þartilgerðum wrestling skóm.

Allur fatnaður skal vera hreinn. Dómari getur vísað keppanda úr keppni ef hann telur að reglum um fatnað sé ekki fylgt. Það er á ábyrgð keppanda að vera í viðeigandi fatnaði. Bannað er að vera með skartgripi og úr.
Fólk með sítt hár má hafa teygjur eða litlar mjóar spennur.

2. Hlífðarbúnaður
Skylda er að vera með góm, Hlífar sem að leyfilegt er að nota eru punglhíf, hnéhlífar og hitahlífar fyrir liðamót.

3. Vallarsvæði
Keppnisvöllurinn miðast við að vera 13 x 13 metrar en dómari getur ákveðið vallarsvæði hverju sinni og útksýrir það fyrir keppendum áður en viðureignin hefst. Ef keppendur lenda út fyrir vallarsvæðið í glímunni þá má dómari segja þeim að stöðva glímuna og láta þá byrja í sömu stöðu á miðjum vellinum.

4. Tími
Hver glíma er 6 mínútur. Tíminn er alltaf stoppaður þegar dómari gefur keppendum skipun um að stoppa og byrjar aftur þegar dómari gefur skipun um að byrja aftur.

5. Dómgæsla
Úrslit eru ákveðin með því að annar keppendanna gefur glímuna eða er svæfður. Dómari getur líka vísað keppanda úr leik fyrir brot á reglum.
Ef úrslit eru ekki ráðin þegar leiktíma lýkur eru úrslit ákveðin af þremur dómurum. Sá keppandi sem að dómarar eru sammála um að hafi verið að sækja meira í lotunni hlýtur sigur.
Ef keppandi gefur til kynna að hann vilji gefa glímuna (með því að tappa á gólf eða mótherja) þá gefur dómari skipun um að hætta. Viðureign lýkur ekki fyrr en vallardómari gefur skipun um að hætta.

Ef glíman endar án sigurs og báðir keppendur hafa verið mjög jafnir þá mega dómarar framlengja hana um 3 mínútur.

6. Bannlisti
-Brögð sem varða brottvísun:
Það er bannað að lyfta andstæðingi upp og skella honum í gólfið, svokallað “slam”, þetta á ekki við um köst (mjaðmaköst eða sóp).
Að kýla og sparka er bannað.
Það er bannað að bíta, klóra eða troða fingrum í líkamsop.
Það er bannað að toga í hár og eyru.
Puttalásar eru bannaðir (Beygja fingur).
Bannað er að grípa í kynfæri.

7. Óleyfilegar tæknir
Allir fótalásar þar sem að snúið er uppá fótinn eru bannaðir
(Twisting leglocks, t.d. toe hold og heel hook)
Allir lásar sem að snúa upp á hrygginn, þar með talið hálsinn, eru bannaðir (Spinelock, t.d. Twister, neck cranks)

8. Aldurstakmörk
Þeir sem eru yngri en 18 ára og vilja keppa verða að hafa skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamanni.

9. Þyngdarflokkar
-66 kg
-74 kg
-81 kg
-88 kg
-95 kg
+95 kg
Opinn þyngdar flokkur

Ef 2 þátttakendur eða færri eru í einhverjum þyngdarflokki þá verður hann sameinaður við næsta þyngdarflokk við (þann sem að eru færri í)

Ef að 3 þátttakendur eru í einum flokki þá er notast við svokallað “Round Robin” kerfi, þar sem að allir keppa við alla í sínum flokki”

Ef þátttakendur eru 4 eða fleiri verður notast við útsláttarkeppni. Nöfn keppenda verða dregin úr potti og þannig raðað saman í bardagana.

10. Annað
Ef keppandi er að tefja, heldur mótherjanum lengi án þess að sækja, þá skal dómari hvetja keppendur til að sækja og ef honum finnst tafirnar vera úr hófi þá má hann láta viðureignina byrja standandi á ný.