Dana White tilkynnti á UFN 3 að samningar hefðu tekist við Royce Gracie um að keppa í non-title fight gegn Matt Hughes að öllum líkindum í sumar.

Búið er að ganga frá öllum smáatriðum í sambandi við bardagann, og verður hann 3 lotur samkvæmt gildandi UFC reglum, þ.e 3x5 mín. lotur og Royce mun í fyrsta skipti á ferlinum berjast án Gi, hvorki jakka né buxna.

Ekki beint það sem ég bjóst við en það er nokkuð ljóst að þetta PPV verður HUGE!!!

Royce hefur lengi sýnt mikinn áhuga á að takast á við Matt, en ég persónulega verð að segja að ég gef gamla garpinum ekki mikinn séns á sigri. Verður góður bardagi og Matt verður kannski í vandræðum á einhverjum tímapunkti en hann hefur bara of mikla grappling reynslu til að falla fyrir t.d triangle choke frá Royce.

Mín spá: Matt Hughes á Unanimous Decision eftir að hafa verulega tjónað andlitið á Royce og hugsanlega dominerað standandi bardagann í fyrsta skipti á ferlinum ;)