Næstu helgi stendur Mjölnir fyrir æfingabúðum sem haldnar verða í sal JR í Ármúla 17a.

Æfingabúðir 17. og 18. desember


Verðið fyrir alla helgina er 3.500 krónur og fer allur ágóði í dýnusjóð félagsins. Jafnframt fá þáttakendur afslátt af Mjölnis bolum á meðan birgðir endast. Verð á bol mun þá vera 1.500 kr. í stað 2.000 kr.

Dagskrá:

Laugardagur
12:00-14:00
Bardaga Bjarni mun fara í Butterfly guard og sweeps úr honum, hvernig á að vinna með aktívan guard og kannski nokkur submissions úr stöðunni.

14:00-16:00
Jón Viðar fer í crazy monkey boxing og ground and pound. Þau ykkar sem að eigið hanska, komið með þá! (við erum líka með hanska fyrir þau ykkar sem að ekki eiga)


Sunnudagur
12:00-15:30 Jón Gunnar mun fara í rear naked choke, back mount og submission wrestling takedowns.

Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á mjolnir@mjolnir.is

Á laugardagskvöldið er stefnan að fara saman út að borða ef nægilegur hópur næst. Verðinu verður stillt í hóf. Ef þið hafið áhuga á að koma með á laugardagsvköldinu sendið þá póst á mjolnir@mjolnir.is
Athugið að við þurfum að vita í síðasta lagi á miðvikudag hvort þið ætlið með út að borða!