Ninjutsu á Íslandi???

Þar sem allir straumar virðast liggja til Íslands, þá hef ég nokkurn veginn ákveðið að snúa heim á leið eftir u.m.þ.b. 12 til 13 ára fjarvist og hefja kennslu í Bujinkan Budo Taijutsu (þ.e.a.s. Ninjutsu). Ég tel landann vel búinn undir þetta og býst ég við að þetta ætti að ganga vel… Hvenær og hvernig þetta mun gerast verður hreinlega að koma í ljós á næstu vikum/mánuðum, en þangað til vildi ég leggja þetta fyrir alla á Huga og sjá hvernig þessu er tekið…

Ég vona svo að fólk verði óhrætt við að spyrja og jafnframt láta mig vita hvað því finnst um þetta ævintýri og Ninjutsu yfir höfuð. Að öðru leiti er ég mikið á höttunum eftir upplýsingum og leiðbeiningum ýmiskonar hvað varðar Dojo á Íslandi og ef það er eitthvað sérstakt sem ég þyrfti að hafa í huga (hmmm)…

Við sjáum svo bara til hvernig fer…

Diðrik Jón Kristófersson (a.k.a. Nekron)