Daginn.
Ég var að spá í að byrja að æfa einhverja sjálfsvörn í haust, ásamt 2-3 félögum mínum.
Við erum mikið að spá í Júdó eða Jiu-Jitsu, en við prufuðum nokkra Júdótíma í vetur, og líkaði vel.
Við höfum þónokkurn áhuga á að kynna okkur Jiu-Jitsu líka, en vitum ekkert rosalega mikið um það.
Ég er náði fjólubláu belti í Goyu-Ryu Karate þegar ég var yngri, en ég er að leita af list sem er meiri sjálfsvörn.
Við erum nánast opnir fyrir öllu, með hverju mælið þið, og hvar getum við kynnt okkur það nánar?