Ég er mjög ánægður með hvernig æfingarnar okkar hafa verið að ganga undanfarið. Allir eru jákvæðir, læra hratt og skemmta sér vel. Þetta er góður hópur hjá okkur og við vonumst til að fleiri bætist við sem fyrst.

Fyrir þá sem eru að æfa BJJ (Brazilian Jiu Jitsu) með mér í Faxafeni 8, þá kemur hér gróf áætlun yfir það sem við gerum í næstu 3 tímum:

Fimmtudagurinn 6 febrúar: Kynning á MMA (Mixed Martial Arts) brögðum!!! Allt svokölluð “high percentage” brögð (brögð sem hafa sannað sig vel í MMA keppnum) frá MMA keppnum eins og UFC og Pride. (Þetta eru nú BJJ en ekki MMA tímar, en einstaka sinnum fáum við að prufa MMA tíma) Og venjuleg gólfgíma í lok tímans (sparring).

Þriðjudagurinn 10 febrúar: Brögð frá “front turtle” (þar sem þið eruð í “turtle” stöðunni og andstæðingurinn er fyrir framan ykkur, og brögð frá half guard. Þetta eru mjög algengar stöður sem maður lendir í í gólfinu og það er algjört möst að vita eitthvað hvað maður getur gert þar. Og venjuleg gólfgíma í lok tímans (sparring).

Fimmtudagurinn 12 febrúar: Review á því að stjórna frá open guard, plús hvernig gripin breytast þegar andstæðingurinn er í t-bol eða álíku, þ.e.a.s. þegar illmögulegt er að halda í fötin. Það að krossleggja lappirnar fyrir aftan back andstæðingins og halda honum eins og maður eigi lífið að leysa (standard closed guard) fleytir manni bara svo og svo langt. Lærið hvernig það er yfirleitt þægilegra að vera á hliðinni, til að finna ekki eins mikið fyrir þyngd andstæðingsins og lærið að verjast því þegar andstæðingurinn er að reyna að sleppa úr guard stöðunni. Og venjuleg gólfgíma í lok tímans (sparring).

Síðan heldur þetta bara áfram og áfram og áfram. Við munum reglulega vera með einhverja upprifjun og einbeita okkur að grunninum í BJJ, sér í lagi hvernig á að redda sér þegar maður er undir andstæðingnum, þ.e.a.s. frá side mount, mount, back mount og guard. Nánar tiltekið, við byrjum að læra að redda okkur og sleppa úr verstu stöðum sem til eru og leggjum minni áherslu (til að byrja með) á að læra öll möguleg og ómöguleg brögð frá góðu stöðunum. Þó lærum við einhvern slatta af svoleiðis lásum og brögðum líka.

Í hverjum einasta tíma lærum við að gera þessi brögð á móti andstæðingum sem streytast á móti og eru að reyna að gera svipaða hluti við ykkur. Þetta er ein af stærstu ástæðunum fyrir því hversu vel BJJ hefur gengið í MMA keppnum.

Ef þið eruð með einhverjar spurningar, t.d. um hvernig á að gera eitthvað bragð sem þið lærðuð í tímunum en eruð búnir að gleyma, spyrjiði mig endilega, annað hvort í tímunum, lok tímanna, eða bara hér á huga. Þið getið líka sent mér tölvupóst á j_g_thorarinsson@hotmail.com.

Bestu kveðjur,

Jón Gunnar.