Þessarri spurningu er beint til allra þeirra sem stunda bardagalistir eða bara einhverskonar líkamsrækt:

Hvenær væri þægilegast fyrir ykkur að æfa um helgar?

Málið er að ef maður æfir á miðjum laugardögum, þá slítur það svolítið upp helgina og það er erfitt að gera eitthvað stórtækt um helgar eins og að fara t.d. í útilegu á sumrin.

Fáir nenna að mæta snemma á laugardögum, vegna þreytu, leti eða þynnku. Eða “all of the above” :)

Það þarf ekki einu sinni að minnast á það að enginn nennir að mæta á laugardagskvöldum.

Það sem mér líst best á er að taka einhverntíma fyrir á sunnudögum. Þá á maður ekki eins mikið eftir að gera um helgina og er farinn að bíða eftir að mæta í skólann eða vinnu daginn eftir.

Við í BJJ erum búnir að fá tíma klukkan 21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum en viljum bæta við okkur einum degi og það er laust pláss um alla helgina eftir klukkan 16:00 á laugardögum og allan sunnudaginn. Við verðum að finna einhvern tíma sem sem flestir geta mætt á og því þætti mér vænt um að fá svör frá fólki, hvort sem það ætlar að mæta í BJJ-ið eða ekki. Þetta mál verður svo endanlega ákveðið á næstu eða þar-næstu æfingu.

Kveðja,
Jón Gunnar.