Jah ef þú vilt læra að berjast eins og Chan þá geri ég ráð fyrir því að kung-fu sé það sem þú ert að leita að. Mest öll bardagatæknin hjá Jackie byggist á Kung-Fu en þrátt fyrir það þá skaltu ekki búast við því að stæillinn verður nákvæmlega eins og hans þar sem hann lætur oft hugmyndaflugið ráða í myndum sínum.
Staðir sem ég veit um að þetta sé kennt hér á landi er:
Heilsudreikinn í Ármúla 17 a www.heilsudrekinn.is
Þar er kenndur stíll sem heitir wu shu art og er nútímalegra kung-fu (ennþá í þróun)
Svo er það Pumping Iron í Dugguvogi 12 www.pumpingiron.is en þar er kenndur stíll sem heitir wung chun og er sami stíll og hjá shaolin munkunum.
Ég hef æft á báðum stöðum og mæli frekar með Heilsudrekanum. Einnig vil ég benda þér á að skoða stundatöflurnar á síðunum því það er boðið upp á meira á báðum stöðum en bara kung-fu.<br><br>Búðu þig undir það versta…
Þá kemur ekkert slæmt fyrir!