Ég er búinn að tala við nýju eigendur HR og semja við þá um allt varðandi Brazilian Jiu Jitsu (BJJ) kennsluna. Þið munið kannski að þetta er svokallað “no-gi” afbrigði (gi = júdó galli) af BJJ sem er að verða sífellt vinsælla og vinsælla vegna þess að fólk æfir í venjulegum íþróttafötum í staðin fyrir í júdógalla (gi). Maður hefur því engin föt til að ná almennilegu gripi á og verður að reiða á aðra taktík sem ég mun fara ÍTARLEGA í á næstu mánuðum.

Ég er í stuttu máli MJÖG spenntur fyrir þessu og vonast til þess að sjá sem flest ykkar koma til okkar og allavegna prufa þetta. Fyrir utan að auglýsa þetta hér á huga.is, þá ætla ég að hengja upp BJJ auglýsingar-plaköt hér og þar í bænum (10/11 t.d.).

Þessi kennsla er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 21:00 og stendur yfirleitt yfir í einn og hálfan tíma. Ef fólk er í stuði getur verið að fólk vilji vera lengur en það - ekkert mál. Svo ætlum við að æfa líka á sunnudögum eða jafnvel laugardögum en ég vil tala við hópinn fyrst til að sjá klukkan hvað þær æfingar henta sem flestum.Þá verður þetta sem sagt sennilega þrisvar í viku.

Staðsetning: Faxafen 8. Gengið er inn bakdyrameginn og inn í box salinn. Ath. EKKI í Aikido salinn.

Þar að auki gæti það gerst að þeir áhugasömustu myndu stundum hittast í hádeginu á virkum dögum fyrir stutta æfingu, en það er ekki búið að setja það á fast ennþá. Fyrir utan BJJ kennsluna er innifalinn aðgangur af lyftingarsalnum og einhverjum boxpúðum í HR, en nákvæmlega hvenær þetta er laust fyrir okkur á eftir að koma betur í ljós.

Við æfum í venjulegum íþróttafötum þó að það megi alveg mæta í Karate/TKD/Júdó galla ef fólk vill. Best er að mæta í síðerma bolum og síðbuxum.

Ef þið hafið frekari spurningar þá getið þið póstað hér á huga, sent póst á j_g_thorarinsson@hotmail.com eða hringt í mig í síma 892 0411.

Fyrsti tíminn er ókeypis og það má líka bara mæta og horfa á.

Það kostar 2900 kr. á mánuði að æfa BJJ.

Ef fólk kaupir hálfs árs kort þá er þetta 2500 kr. á mánuði.

Ef fólk kaupir árs kort þá er þetta 2000 kr. á mánuði.

Lögð er mikil áhersla á að fólk geti æft þetta án þess að slasa sig en það er mjög lítil meiðslahætta í þessu miðað við önnur contact sport.

Að lokum ætla ég persónulega að lofa fólki GRÍÐARLEGUM árangri í Jiu Jitsu tækni ef að það er duglegt að mæta. Ég er búinn að vinna dag og nótt að því að betrumbæta prógrammið og ætla ekki að valda vonbrigðum. Mætiði endilega og prufiði. Hverju hafiði að tapa? Það er planið að gera BJJ að framtíðar bardagalist/sporti á Íslandi. Þannig er alvaran á bak við þetta.

Ég vonast til að sjá sem flest ykkar. Fyrsti tíminn er á fimmtudaginn næstkomandi (23 október), klukkan 21:00.

Kær kveðja,
Jón Gunnar.