Haraldur “hwa rang” úskýrði uppruna síns viðurnefnis skemmtilega og ég ákvað að fylgja í hans fótspor í þessu máli.

Í keppnisferð sem var farin af stórum hóp íslendinga á Scottish open 2002 var ég mikið að röfla um hvernig ég ætlaði að tortíma andstæðingum mínum með einhverju sem ég kallaði “the deathbloooooow” (nei, það eru ekki til lyf við þessu).

Ég hafði reyndar ekki hugmynd um hvernig þetta “deathblow” færi fram nákvæmlega en ég var staðráðinn í að komast að því. Í úrslitabardaganum óð andstæðingurinn doldið óvarlega í mig og ég ætlaði að refsa honum með nokkurs konar hælkróks hringsparki í höfuðið (dwit hoorio chagi fyrir þá sem tala reiprennandi kóresku eins og ég). Það vildi svo skemmtilega til að þetta fræga spark fór ekki nálægt höfði mannsins heldur lenti í miðri skorsvæðinu framan á brynjunni, í solar plexus. Hann fór alveg úr jafnvægi og flaug á rassinn og sat þar hálf dasaður og eflaust að pæla hvaða helvítis spark þetta hefði nú verið. Þetta spark er almennt ekki notað nema til þess að sparka í haus og ef það hittir óvart í magann þá er ekki venjan að menn fái sér sæti vegna þess. Þjálfarinn minn sagði mér eftir bardagann að hann hefði aldrei séð þetta gerast áður. Upp frá þessu hef ég deilt nafninu “deathblow” með þessu ágæta sparki sem ég hef einmitt sótt um höfundarrétt á.

Nú eruð þið fróðari um uppruna nafnsins sem allir hræðast.