MMA fighterinn Kevin “Rodman on steroids” Randleman mun berjast í fyrsta skiptið í K-1 kickbox keppninni 13. júní í París. Munu herlegheitin verða sýnd út beint á Eurosport fyrir þá sem hafa aðgang að því. Ef að einhver nennir að taka þetta upp á VHS og senda mér þá er ég til í að reiða fram beinharða peninga í staðinn.

Kevin“The Monster”Randleman er fyrrverandi UFC meistari og einn af bestu wrestlerunum í Pride þessa stundina. Hann hefur þó verið fremur mistækur í gegnum tíðina og tapaði nýlega fyrir Quinton “Ever had your ass kicked by a black man? It hurts.” Jackson í síðustu Pride keppni. Nákvæmlega hvað hann er að pæla að keppa í fyrsta K-1 slagnum sínum gegn einum besta kickboxer í heimi, Jerome Lebanner, veit ég ekki. Hlýtur að vera að fá vel borgað þar sem að box-hæfileikar Randleman eru fremur litlir þó ekki sé meira sagt og spái ég því að Lebanner roti hann á brutal hátt fremur snemma í bardaganum.

Einnig verður 8-manna úrtökumót fyrir K-1 Grand Prix keppnina í Japan, og verður gaman að sjá hvaða fulltrúa Evrópulöndin senda þetta árið.

Jæja, þá vitið þið það ;-)