BJJ æfingarnar hafa verið ókeypis hingað til en núna mun það breytast.

Fyrsti tíminn er ókeypis.

Stakur tími kostar 300 kr.

Mánaðarkort kostar 1500 kr (fyrir 8 skipti á mánuði).

Það þarf varla að taka fram hversu hlægilega ódýrt þetta er. Upprunalega planið var að hafa þetta 1700 kr á mánuði en við ákváðum að lækka það.

Þessi peningur mun meðal annars fara í að útvega okkur betri kennslumyndbönd.

Á næstu æfingu munum við fara í alla vegna smá upprifjun frá seinustu æfingu, eins og t.d. eitt stykki cross armlock frá guard. Síðan fer það í raun eftir óskum nemenda hvort þessi tími verði:

a) Guard tími, eins og síðast. Aðeins meiri upprifjun frá því í seinasta tíma, plús einn annar armlock frá guard (sem heitir bent armlock eða Kimura), plús eitt sweep (sem heitir situp sweep).

b) Side mount tími. Tvær leiðir til að sleppa úr side mount. Tvær árásir frá side mount.

Svo endar tíminn á léttu sparring.