Smá auglýsing fyrir BJJ (brasilískt jiu jitsu) tímana okkar í Faxafeni 8 til að fá fleira fólk inn:

Fyrir þá sem eru ekki alveg vissir um hvað BJJ er, kannski það hjálpi að kíkja á eftirfarandi linka, þar sem bræðurnir Royce og Ralph Gracie hreinlega rústa öllum þeim sem á vegi þeirra verða með brasilísku Jiu Jitsu, þar á meðal boxurum, Muay Thai mönnum, Karate mönnum, Kung fu mönnum, wrestling mönnum, streetfighters, júdómönnum og fleirum.

Þetta var að mörgu leyti því að þakka að fyrir mörgum bardagalistum eru gólfslagsmál óþekkt eða lítið útpælt svið og BJJ er 90% gólftækni með lásum og kyrkingum. Það kom líka í ljós í UFC (Ultimate Fighting Championship) bardögunum að það er MIKLU auðveldara að ná mönnum niður í gólfið með takedown eða kasti en menn héldu, jafnvel á móti mjög góðum strikers (fólk sem leggur áherslu á kýlingar og/eða spörk, eins og t.d. Karate, TKD og box) og þegar í gólfið var komið voru það gólfglímusérfræðingarnir, eins og BJJ mennirnir, sem réðu ferðinni algjörlega. Bardagalista-heimurinn var í sjokki eftir fyrstu nokkrar UFC keppnirnar: Í sennilega fyrsta skipti mátti SJÁ, í sjónvarpi, lítinn mann (Royce Gracie var yfirleitt léttasti keppandinn) sigra fullt af stærri og sterkari mönnum auðveldlega. BJJ er MJÖG effektíft á móti stærra og sterkara fólki. Og þetta var gert með gólfglímu, einhverju sem fáir höfðu pælt mikið í. Standandi bardagar voru fátíðir, hvað þá Jackie Chan style bardagar. Flest allt virtist enda í gólfslagsmálum.

Hérna eru linkarnir:

http://bjj.org/movies/royce.mpg (fyrir betri gæði en lengra download, prufiði http://static.hugi.is/martial_arts/movies/04-RoyceGracieHQ.zip eða http://www.sherdog.com/download.cfm?dl=highlights/04-RoyceGracieHQ.zip)

http://bjj.org/movies/ralphtapes.mov

Hér er svo samantekt úr bardögum hans Antonio “Minotauro” Noqueira, sem er BJJ maður með góða reynslu í Muay Thai (Þessi maður er talinn vera einn besti þungaviktar MMA (Mixed Martial Arts) maður í heiminum í dag, eins og Royce Gracie var talinn á sínum tíma):

http://static.hugi.is/martial_arts/movies/25-AntonioNogueiraHQ.zip

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Þetta sem þið sjáið er það sem við erum að æfa í Faxafeni 8, þó að fyrstu mánuðina verður þetta ekki nærri eins brútalt eins og á þessum linkum að ofan. Við munum t.d. ekki leyfa kýlingar og spörk af fullum krafti og “anything goes” bardaga nema kannski seinna og þá á milli tveggja einstaklinga sem eru til í það og hafa góða reynslu í gólfglímu ÁN högga.

BJJ hefur orð á sér fyrir að vera ein af þeim bardagalistum sem geta gert mann að sem bestu bardagamönnum á sem stystum tíma. T.d. er það ekki sjaldgæft að BJJ með 6-7 mánaða reynslu í BJJ geti sigrað mun sterkari byrjendur AUÐVELDLEGA þegar slagsmálin fara í gólfið.

Afsakið að ég hef þetta svolítið dramatískt, en ég verð að auglýsa þetta svolítið því þetta er nýtt hérlendis og það er mikilvægt að koma upp góðum byrjendahópi. Það er ekki meiningin að gera lítið úr neinni bardagalist. ALLAR bardagalistir geta gert ykkur að góðum fighterum. Hins vegar er það staðreynd að þegar BJJ var fyrst að verða frægt, þá voru BJJ menn og þá sérstaklega Gracie fjölskyldan bókstaflega ósigrandi í “anything goes” eða Vale Tudo bardögum, þar sem allt er leyfilegt þangað til annar gefst upp. Spilin fóru ekki að snúast öðrum í hag fyrr en þeir fóru sjálfir að stúdera BJJ og taka það besta úr því.

Sjáumst sem flest á næstunni, bæði strákar og stelpur. Ég lofa ykkur að þetta er meiriháttar gaman. Ég ætla svo að skrifa niður brögðin og fjölfalda fyrir ykkur sem mætið til að þið eigið auðveldara með að muna þau. Kannski að við getum reddað myndavél og/eða vídeókameru líka til að taka upp brögðin.

Æfingarnar eru sem fyrr í Faxafeni 8 (bakdyramegin í Aikido salnum) klukkan 21:00 á þriðjudögum og klukkan 15:00 á laugardögum. Þetta er venjulega í klukkutíma til 1 1/2, til 2 tíma í senn. Í raun og veru getur hver og einn hætt þegar hann vill. Fyrstu tímana mun ekkert kosta að vera með. Seinna munum við bæta við fleiri æfingum í viku.

Og Einar, ef þú ert að lesa þetta: Já, ég talaði við sætu vinkonurnar mínar eins og þú baðst mig um og - já, þær sýndu áhuga á því að mæta á æfingar með okkur á næstunni :) Þannig að núna hefur þú enga afsökun fyrir því að mæta ekki :)

Er ég ekki *svakalega* góður að auglýsa?