Fráábær æfing í gær í Aikido salnum. Ég þakka öllum sem mættu og vil minna á að öllum er frjálst að mæta, hvort sem þið hafið reynslu í bardagalistum eða ekki. Það kemur í ljós á næstu dögum hvenær fastir BJJ tímar verða settir upp og það verður þá auglýst hér á huga. Það stefnir allt á það að þetta verði á þriðjudögum klukkan 21:00 og á laugardögum klukkan 15:00.

Við fórum í fullt af bröðum á þessarri æfingu og það gekk glimrandi vel. Við eigum eftir að fara yfir þau aftur og aftur til að læra þau vel. Þetta var svolítið hundavað og hellingur af brögðum til að kynna Brasilískt Jiu Jitsu.

Á næstu æfingu munum við taka fyrir færri brögð (eitthvað af sömu brögðunum og eitthvað af nýjum) og gera þau oftar (í gær náðum við bara að gera hvert bragð 4 sinnum eða svo). Einnig ætlum við að fara í drill eins og að reyna að sleppa úr fastatökum. Dæmi: Ég reyni að halda Kára í sidemount og Kári reynir að sleppa í guard, back mount, side mount eða standa upp. Ef það tekst þá skiptum við um hlutverk. Ef það tekst ekki eftir smá tíma þá skiptum við líka um hlutverk. Á undan öllum svona drillum munum við fara í ca. tvær aðferðir við að sleppa úr tiltekinni stöðu og nota svo þær í samsetningu í drillinu. Ef maður er góður að sleppa úr tökum getur maður fyrst byrjað að einbeita sér almennilega að fastatökum og lásum. Bestu BJJ kennararnir mæla allir með þessu. Að sjálfsögðu munum við þó fara í cool brögð eins og triangle choke til að hafa þetta eins skemmtilegt og hægt er.

Ég tók líka eftir því að margir okkar áttu oft í smá erfiðleikum við að halda andstæðingnum í guard stöðunni. Þess vegna skulum við fara í nokkrar leiðir til þess að stjórna frá guard stöðunni, eins og underhooks og það að taka menn úr jafnvægi.