Ég á mjög mikið af bókum og vídeóspólum með Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ), Mixed Martial arts (MMA) og þessháttar. Ég hef líka æft svolítið Júdó. Mig vantar nokkra félaga til að æfa þetta heima hjá einhverjum okkar. Ég veit til þess að meistarar í þessu sporti telja að það sé hægt að ná langt í þessu með heimaæfingum ef mikill vilji er fyrir hendi.

BJJ er ekki kennt hérlendis en það er sennilega sú bardagalist sem hefur sannað sig best í frjálsum bardögum. Ég myndi vilja að þessar æfingar yrðu til þess að einhverjir okkar gætu seinna farið erlendis, fengið belti og kennaragráðu í þessu og komið af stað alvöru BJJ kennslu á Íslandi. Þetta myndi bókað ekki verða bannað fyrst að Júdó er ekki bannað. Ég er hins vegar bara til í að gera þetta með fólki sem vill prufa þetta af alvöru. Við myndum byrja rólega fyrst. Ég hef sjálfur mikla trú á því að ég geti lært þetta og kennt þetta af bókunum og spólunum mínum, ef ég fæ einhverja með mér í þetta. Ég er þegar búinn að búa til byrjenda prógramm.

Fyrir þá sem vita ekki hvað BJJ er, þá er þetta mest megnis gólfglíma með lásum og kyrkingum til að fá andstæðinginn til að gefast upp. Það hafa verið haldnar keppnir í frjálsum bardögum þar sem Karate menn keppa á móti Boxurum, Júdó menn keppa á móti Kung fu mönnum, þ.e. allir stílar gegn hvorum öðrum, og BJJ hefur tekið alla í nefið, svo ekki sé meira sagt.

Það er kominn tími á Brasilískt Jiu Jitsu æfingar á Íslandi.