Núna er nýbúinn að vakna áhugi minn á bardagaíþróttum, og ég vill ólmur vita hver er besta íþróttin af öllum þessum sjálfsvarnarlistum.

Mig langar rosalega að æfa box en þar sem það vinnur bara á eftir hluta líkamans þá vil ég æfa eitthvað sem æfir líka fæturna, eitthvað sem getur gefið mér góðan liðleika og get varið mig ef þess þarf (sem verður vonandi aldrei).

Allar raðleggingar um góða íþrótt til að byrja með eru vel þegnar og kannski hvar þær eru æfðar, það væri gott ef íþróttin myndi reyna vel á alla vöðva líkamans.