Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.897 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.096 stig
372 greinar
2.873 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.267 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Hér er FAQ skráin okkar, "Algengar spurningar um bardagalistir". Einnig eru hér linkar í greinar sem skrifaðar hafa verið um bardagalistir og geta veitt góðar upplýsingar. Ábendingar um góðar greinar berist til senda póst til obsidian eða loco.

i
  • FAQ: Algengar spurningar um bardagalistir
  • Bardagalistir fyrir byrjendur: að velja sér stíl/klúbb
  • Konur og bardagalistir
  • Saga Taekwondo
  • Um æfingaferlið: Tíu stig bardagalistanemandans
  • Saga Capoeira

    Fyrir áhugasama má benda á stærstu faq skrána um bardagalistir á vefnum. Hún var sett saman á rec.martial-arts og er óhemjulöng og nákvæm. Þessa faq skrá má lesa hér:

    rec.martial-arts:FAQ


    Um hvað er talað á áhugamálinu bardagalistir?
    - Hér skiptist fólk á skoðunum um allt milli himins og jarðar sem viðkemur hinum hefðbundnu bardagalistum, aðallega kínverskum og japönskum, en þó spretta öðru hverju upp umræður um aðrar greinar. Umræðurnar hér eru einnig góðar til að leita svara við ýmsum spurningum um bardagalistir sem brenna á hugum fólks. Hér getur íslenskt bardagalistafólk nálgast hvort annað þvert á stíla og hugmyndafræði bardagalistanna og rætt saman á jafnréttisgrundvelli um íþrótt sína.

    Hvaða bardagalistir er hægt að æfa á Íslandi?
    - Það er hægt að æfa langflestar algengustu bardagalistirnar hér á landi. Meðal þeirra sem eru kenndar hér um þessar mundir eða hafa verið kenndar undanfarin ár eru Karate, Judo, Tae kwon do, Jiu-Jitsu, Kendo, Aikido, Kickbox, Muay Thai, Wing chun, Wushu, Thai chi og submission wrestling.

    Er Wrestling hluti af áhugamálinu bardagalistir?
    - Nei. Pro Wrestling er ekki hluti af þessu áhugamáli. Hins vegar er submission wrestling, grísk rómversk glíma, hluti af umræðunni hér.

    Hvað eru til margir bardagalistastílar?
    - Bardagalistastílar í heiminum eru óteljandi. Til að telja upp hina helstu er máske gott að setja upp eftirfarandi lista sem settur var saman á rec.martial-arts: Aikido, Baguazhang, Bushidokan, Capoeira, Cha Yon Ryu, Cuong Nhu, Daito Ryu Aiki-Jujustu, Hapkido, Hwa Rang Do, Iaido, Judo, Jiu-jitsu, Kajukenbo, Kali/Escrima/Arnis, Karate, Kendo, Kenjutsu, Kenpo (Amer.), Kempo (Kosho Ryu), Kempo (Ryukyu), Kobudo, Krav Maga, Kyudo, Lua, Moo Do, Muay Thai, Ninjutsu, Praying Mantis, ROSS SAMBO, Sanshou, Savate, Shogerijutsu, Shuaijiao, Silat, Tae Kwon Do, Taijiquan, Wing Chun, Wushu/Gongfu, Xingyiquan, Yoseikan Budo. Undir hverjum og einum af þessum höfuðbardagalistum geta svo verið nokkrir stílar auk þess sem þessi listi er engan vegin tæmandi. Möguleikarnir eru því óþrjótandi.

    Hvað bardagalist virkar best á götunni?
    - Stutta svarið er: engin.
    - Langa svarið er eitthvað á þessa leið. Þegar komið er í alvöru bardagaaðstæður getur þú aldrei verið viss um að sigra jafnvel þó að þú sért 9. dan-killer-master-champion í Shaolin-Daitoryu-Ironfistofthenorth-Jiujitsu from hell. Það er alltaf einhver þarna úti sem er stærri, sterkari, æfðari og meiri killer en þú. Einfalt dæmi. Tae kwon do maður og Jiu jitsu maður slást. Í ákveðinni fjarlægð hefur sparkarinn alltaf svolitla yfirburði en um leið og grapplerinn nær að komast inn fyrir vörnina þá nær hann yfirhöndinni. Ergo: Allar bardagalistir hafa sína kosti og galla. Það er gott ef þú ert góður að nýta þér kostina í bardaga, en hver veit nema gallarnir séu einmitt kostir andstæðingsins. Því er ekki hægt að segja að ein bardagalist sé betri en önnur í bardaga. PS. Kannski má benda á að í MMA keppnum eins og Ultimate Fighting o.fl. eru það Jiu-Jitsu menn sem hafa sigrað í flestum tilfellum. Kannski segir það okkur eitthvað?

    Hvað þýðir "kung-fu"?
    - Skásta þýðingin á íslensku er "mikil æfing". Kung fu hefur á liðnum árum verið notað sem yfirheiti á öllum kínverskum bardagalistum. Það er upphaflega kínverska yfir þann tíma og orku sem eytt er í að læra ákveðna list (og stunda hana), ekki endilega bardagalist. Fólk sem er fært í sinni grein, hvort sem það er læknisfræði, eldamennska eða karate hefur eytt töluverðu "kung fu" í að verða góður í þeirri grein. Kung fu yfirfærðist á bardagalistir (sérstaklega kínverskar) þegar Bruce Lee heitinn kom með ferska vinda inn í amerískt sjónvarp og kvikmyndir og notaði orðin "kung fu" til að lýsa íþrótt sinni. Þetta misnefni festist fljótlega við hann og bardagalistir almennt.


    Hér er einnig hægt að lesa meira og fá upplýsingar um ýmis félög á Íslandi sem tengjast bardagalistum.
    Bardagafélög og upplýsingasíður
  • Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
    Ok