Júdómaðurinn Vernharð Þorleifsson er meðal fjögurra íþróttamanna sem fær A-styrk Afreksmannasjóðs (120.000 / mán) næsta árið og er ástæða til að gleðjast yfir því. Það hefur alltaf verið vandamál hjá þeim sem æfa þessar smærri íþróttir (s.s. bardagaíþróttir, þolfimi) að fá credit fyrir árangur sinn þegar fólk þekkir ekki til afreka þeirra, en nú fær Vernharð loks mikla viðurkenningu.

Meðal þess sem hann hefur áorkað á undanförnum árum, fyrir utan fjölda Íslands-, Norðurlanda- og Smáþjóðameistaratitla, eru sigrar á B-mótum s.s. Opna skandinavíska, Opna finnska, Opna sænska og Matsumae Cup. Einnig hefur hann tvívegis fengið verðlaun á A-mótum (sterkustu mót fyrir utan EM, HM og ÓL) og margoft verið á topp 10. Besti árangur hans er þó trúlega 7. sætið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í sumar.

Húrra fyrir því!
Cornholio.