Er einn stíll nóg?

Ég hef svolítið verið að pæla í þessu, í gamla daga var það að mestu þannig að menn helguðu sér einum kennara alla ævi, og ef þeir urði betri en kennarinn fundu þeir bara betri kennara í sama stíl. Í dag virðist stíllinn vera að detta upp fyrir og menn að reyna að verða eins góðir bardagalistamenn og eins “complete” og þeir geta orðið og þá er oftar en ekki leitað í aðra stíla að svörum, ólíkt því sem tíðkaðist þegar það var bara grafið dýpra í eigin stíl í leit að svörum þá er farið í annan stíl. Gott dæmi væri t.d. af einhver æfði Brasilískt Jiu Jitsu fyrir groundfighting, wrestling til að verjast því að verða tekinn niður og þá að taka aðra niður ef svo bæri við, og svo einhvers konar striking, hugsanlega box eða Muay Thai til að geta staðið og slegið frá sér.

Þarna er komið dæmi um það sem er að tröllríða heiminum í dag, til að læra að gera eitthvað vel þá er farið í þá íþrótt sem sérhæfir sig í þeim hlut. Brazilian Jiu Jitsu er t.d. 80% groundfighting og eru taldir bestir á því sviði í heiminum. Það fer ekki milli mála að wrestling er sú íþrótt sem er best til að taka niður menn og verjast því að verða tekinn niður, svo má reyndar deila um hvaða íþrótt sé bes t til að læra að slást standandi með höggum. Þetta kallast á enskri tungu “Crosstraining”. Oft er það þá þannig að einstaklingurinn hefur æft eitthvað eitt af þessu mjög lengi og er orðinn hálfgerður sérfræðingur í því, það er s.s. hans stíll, sem dæmi má nefna að hinn nýji Þungavigtarmeistari Pride “Antonio Rodrigo ”Minotauro“ Nogeira” er einn besti groundfighter í heimi, það er því hans sérgrein, hann hefur æft sig mikið í því að taka andstæðinginn niður og ná lás á hann þegar þangað er komið. En hann hefur til auks við þetta æft mikið Muay Thai og það hefur gert honum mjög gott.

Þá er spurningin er þetta rétt aðferð? Erum við of upptekin af því að fá góðar niðurstöður fljótt (það fer ekkert milli mála að alla vega til skamms tíma sérðu langmestar framfarir með svona aðferðum) og fórnum langtímamarkmiðum fyrir skamtímaárangur, eða er þetta einfaldlega nýja aðferðin til að læra bardagaaðferðir? Hver og einn velur nokkur hráefni sem henta honum og sérsníður sjálfum sér í raun eigin bardagaaðferð í stað þess að nota fyrirfram ákveðnar leiðir og ætla sér að feta algjörlega í fótspor annarra meistara?

Endilega að commenta á það hvað þið teljið vera rétta aðferð og hvort þið ætlið ykkur að vera í ykkar núverandi stíl til lengdar. Ætla að starta líka smá könnun hérna inni á www.hugi.is/martial_arts endilega að kjósa þar svo við fáum svona glæsilegt graf yfir niðurstöðurnar ;)