Sælir piltar og stúlkur
Nýi tengillinn undir erlendar upplýsingasíður, Shotokan Planet, er frá mér. Mig langar að vekja sérstaka athygli á þessari síðu fyrir þau ykkar sem eru áhugamenn um (shotokan) karate. Ég datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun þegar ég var nýbyrjaður að æfa og mér finnst hún alveg gargandi snilld. Þarna er bókstaflega allt sem viðkemur shotokan rætt ofan í kjölinn af bandarískum 3. dan sem hefur kennt í yfir 15 ár og það besta er að þetta er ekki þessi venjulegi lofsöngur, „mín grein er best“, heldur drullar hann yfir stílinn þar sem það á við og er með húmorinn í lagi. Ég vek sérstaka athygli á kaflanum „Shotokan 101“, sem höfðar til nákvæmlega allra sem æfa sjálfsvarnar-/bardagaíþróttir, og kaflanum um kata þar sem finna má óþrjótandi uppsprettu af fróðleik fyrir kata-pælara.

Það væri gaman að fá comment frá ykkur þegar þið eruð búin að sörfa aðeins á síðunni.

Hjartanlega,

Da5id