Ég vildi aðeins fá smá feedback frá ykkur í sambandi við ákveðna hluti. Nú hef ég verið viðriðinn bardagalistir í rúm 6 ár og hef prófað ýmislegt (svona svo til allt, mix og match). Þó hef ég lengst af verið í karate og hef undanfarin tvö ár verið að boxa af krafti. Ég vil kannski deila með ykkur nokkru sem ég hef uppgötvað gegnum tíðina (og ég veit að það eru margir “snillingar” þarna sem vita þetta allt fyrir…)

Ég vil meina að hægt sé að stilla ferli B.L.iðkandans upp í 10. stig. Ég vil taka það fram að þetta eru allt hlutir sem ég hef gengið í gegnum sjálfur og hef tekið eftir hjá öðrum. Ég hef verið allar þessar týpur, eða öllu heldur finnst mér ég hafa verið allar þessar týpur (sumar lengur en ég ætti að vilja viðurkenna!). Eða kannski er ég bara einhver loser út í bæ sem veit ekki neitt í minn haus….

1. STIG!: Þegar maður byrjar að æfa kann maður yfirleitt ekki neitt. Sumir sem byrja að æfa halda að þeir séu Jet Li eða Rickson Gracie or whatever. Á þessu stigi taka menn misjöfnum framförum og maður er oft fljótur að sjá hverjir geta náð eitthvað áfram.

2. STIG!: Eftir smá stund hefur áhugasamur nemandi lært helling (eða öllu heldur finnst það) og mætir helst á allar æfingar og elskar sparring! Menn fara oft að haga sér og bera sig eins og þeir séu miklu betri en þeir raunverulega eru.

3. STIG!: Menn eru farnir að vera eins konar “lágaðall” í gyminu eða dojo'inu. Þeim finnst þeir vera mikið betri en byrjendurnir og eru oft að hefja feril sinn sem “aðstoðarþjálfarar” hvort sem þeir séu það official eða ekki… Þeir eru farnir að geta sýnt nokkra yfirburði í sparring og/eða keppni ef andstaðan er ekki of sterk.

4. STIG!: Þessir eru mestu töffararnir. Þeir eru búnir að æfa nokkuð lengi, taka sig alvarlega og bardagalistina líka. Þeir eru farnir að hugsa aðeins meira um það sem þeir eru að gera og haga sér oft “föðurlega” gagnvart vesalings ungviðinu og lægra gráðuðum. Margir á þessu stigi fara að virka sem svona “Teacher's pet” og telja sig nokkuð góða. Þeim finnst þeir vera (eða alveg að verða)orðnir “Martial Artistar” í húð og hár. Sumir æfa stíft og komast í þokkalegt form, aðrir láta sér nægja að æfa þegar þeir nenna. Enn aðrir fara að þjálfa. Það er hreint út sagt ótrúlegt hversu margir staðna á þessu stigi. Reyna oft að kenna öðrum “lexíu” í sparring. Þetta er týpan sem gengur um eins og þeir séu konungbornir og reyna að láta það láta það líta út eins og þetta sé bara þeirra eðli!

5. STIG!: Hérna ferðu að fara að fatta hvað Bruce Lee átti við með Jeet Kune Do. Þú ferð að prófa hitt og þetta og reynir að “velja og hafna” rétt eins og meistarinn. Þú ferð að einbeita þér að heimspekilegri hliðum bardagalistanna og ferð út í meiri tæknipælingar (þá er ég að meina hvernig stöðu þú átt að gera í kata). Þú ferð að sjá að þú hefur eytt miklum tíma í bull. Þetta er allt bull! Þú reynir að finna réttu leiðina (oft í óþökk þjálfarans!) og synda á móti straumnum.

6. STIG!: Þú nærð meiri færni en þú hélst innst inni að þú gætir. Þessu hefurðu náð með því að átta þig á að allt sem þú fattaðir á 5. stigi er bull! Líka það að allt sé bull! JKD er ekki bardagalist! JKD er ekki bardagaíþrótt! JKD er ekki eitt né neitt! JKD er ekki einu sinni JKD! Þú hættir að hugsa um JKD! Hún er orðin af sjálfstæðri hugsun af þinni hálfu og þú bara fattar hana innra með þér. Þú hættir að líta á þig sem Bruce Lee mann, eða karatemann eða jiujitsu náunga eða hvað það nú heitir. Þú ert bara þú. Þú hættir að einu sinni svara spurningum eins og: “hver er besti stíllinn?” eða velta þér upp úr því sem öðrum finnst… um þig, getu þína, stílinn þinn eða hvað sem er. Ef einhver er að dissa þig er þér bara alveg sama. Það er hans vandamál. Þú getur lent í alls konar dellum: boxi, muay thai, grappling, NHB eða bara judo!

7. STIG!: Stór höfuðverkur! Allt þetta klabb sem þú varst að nálgast á 6. STIGI var bara vitleysa líka. Þetta skiptir engu máli! Þú ferð að skilja að það er ekki nóg að æfa sex daga í viku til að ná árangri. Þú áttar þig á því að þú verður að lifa þessu daginn út og daginn inn. Þetta versta við það er að flestir súperáhugasamir bardagagaurar finnst þeim hafa verið að gera það síðan á 2.-3. stigi! Þú lærir auðmýkt. Sanna auðmýkt. Þetta er ekki það sama og kurteisi. Kurteisi er utanáliggjandi. Við blekkjum oft sjálf okkur með eigin ytra byrði!

8. STIG!: Þú skilur að það eru engin takmörk. Það er alltaf eitthvað næsta skref. Þú ferð að líta á sjálfan þig og sjá hversu meingallaður þú í raun og veru ert. Þú reynir að bæta þig og lifa einn dag í einu. Þú hættir algerlega að hugsa um eitt eða neitt. Þú ert orðinn nokkuð fær í öllu sem við kemur bardagalistum getur bjargað þér…

9. STIG!: Þú situr fyrir framan tölvuna kærustulaus og skrifar um bardagalistir kl. 1:52 um nótt á föstudagskvöldi. Þú áttar þig á að flestir eiga eftir að líta á þig eins og stóra feita blöðru fulla af egói! Þú sættir þig við það og hristir af þér löngunina til þess að útskýra ennfremur og afsaka þig. Þér er slétt sama þótt það líti út fyrir að þú sért að setja sjálfan þig á stall. Þú skilur að það skiptir í raun og veru ekki máli. Ef eitthvað af þessu hjálpar einhverjum þá er það bara hið besta mál. Hinir geta bara skitið mann út eins og þeir vilja.

X. STIG: Þú skilur að lokum að það eru engin stig! Þetta er bara ein endalaus mistök og leiðréttingar og það er alltaf einhver sem getur lamið þig í klessu. Þú sérð að það gætu verið fleiri stig, en þau væru í raun öll eins. Þú lærir bara alltaf meira og meira, gerir fleiri mistök og heldur svo áfram eða gefst upp. Þú áttar þig á að þú átt eftir að komast af því eftir nokkra mánuði að það var mesta bull að slá einhverju eins og þessari grein á fast! Skömmu síðar finnst þér það fyndið að þú skildir vera hafa áhyggjur af því… svona svipað og manni finnst skondið hvað maður var á tímabili lítið hrifinn af því að skoða (eða vita til þess að aðrir skoðuðu) fermingamyndirnar þínar. Þú fattar að þú ert ekki nálægt sama manneskjan og þú ert nú.

Og að lokum fattarðu bara að þetta verður alltaf jafnsatt. Þú bara eldist og breytist og þú skilur eftir gamla sjálfið og skammast þín ekki fyrir það nema tímabundið. Svona verður þetta fram í háan aldur. Svo í blálokin fattarðu að allir eru hættir að lesa því þetta er orðin svo mikil þvæla!
——————————
Svo hefði ég líka geta bara skrifað: Tao!
eða bara: bla, bla, bla!