Ég gerði þessa ritgerð fyrir 2.dan prófið mitt. Það vantar allar myndir inni kann ekkert að setja þær á staðina sem þær eiga að vera á svo ef það stendur sjá mynd, þá bara er enginn mynd ;)En vonandi hafiði gaman af þessu. Vantaði líka nýjar greinar hérna inná orðið frekar dautt.



Kjarna Taekwondo má rekja til margra þátta hvort sem um er að ræða þann kjarna sem heldur Taekwondo gangandi í gegnum tíðirnar, eða þann hluta sem áður voru bardagatæknir kóreu búa sem þróuðust síðan yfir í það sem við þekkjum sem Taekwondo í dag. En að sjálfsögðu hlýtur eitthvað meira að tengjast kjarna Taekwondo og hver er kjarninn? Í þessari ritgerð minni mun ég reyna útskýra það nánar.



Flestar hefðbundnar bardagalistir eins og Taekwondo, Karate og Kungfu eru æva gamlar. Uppruna Taekwondo má rekja allavega um 2000 ár aftur í tímann. Og eins og með flestar þessar listir þá verður hæg þróun á þeim í gegnum árin. Grunn hreyfingar í Taekwondo, högg, spörk og varnir eru byggðar á sama grunni og fyrir 2000 árum. En samt hafa orðið miklar breytingar og þróun á notkun þeirra og þar af leiðandi hafa þessar tæknir breyst. Í fyrstu voru þær nær eingöngu notaðar til hernaðar. En algengur misskilingur hefur orðið einsog fram kemur á heimasíðu okkar www.dojangdreki.com að ekki er verið að halda því fram að fólk fyrir 2000 árum notaði hendur og fætur eingöngu til að yfirbuga andstæðinga sína. Heldur var þeim kenndur þessi kjarni til þess að getað borið vopn rétt og verið í réttum stöðum í bardaga. “Þannig sést enn þann dag í dag að skylmingafólk notar t.d. aðallega tvær grunnstöður við sína iðkun, ap kúbí (fram-stöðu) og dúít kúbí (bak-stöðu). Þegar skylmingakappi verst stendur hann í dúít kúbí en stekkur svo fram í ap kúbí þegar hann reynir að koma höggi á andstæðinginn. Varnir og högg voru svo aðferðir til að kenna hermönnum að fá hámarkskraft í hreyfingar með vopn”.(www.dojangdreki.com, SS, 2006). En meðan þessar breytingar hafa verið að gerast mjög hægt í gegnum árin þá hefur Taekwondo verið að gjörbreytast á seinustu 5árum. Stöður okkar hafa breyst aftur og keppnis reglur í Kyrogí hafa einnig verið að þróast. Vegna þessara breytinga þurfum við að aðlaga okkur þeim nýjum reglum, ekki þýðir lengur að reyna fela brynjuna til þess að hindra að andstæðingur nær að skora stig með því að standa í beinni línu. Leyfð eru spörk í bak og því þarf maður að gæta bæði fram og afturhluta brynjunar og því betra að standa í nokkurs konar blöndu af ap kúbí og dúít kúbí. Taekwondo mun halda áfram að þróast en kjarninn sjálfur breytist aldrei. Ég er með nokkrar hugmyndir um hvað skuli kalla kjarna Taekwondo.

Taekwondo væri að sjálfsögðu ekki til ef ekki væru nemendur sem hefðu áhuga á að stunda þessa göfugu bardagalist. Og því í sjálfu sér er hver og einn einasti nemandi sem gengur inn í dojang og er reiðubúin að læra Taekwondo lítill hluti af kjarnanum. Því ég þarf að gefa frá mér það sem kennari minn hefur kennt mér og nemendur mínar gefa það frá sér sem ég hef kennt þeim og svona gengur þetta um ókomna tíð. Ef enginn myndi nenna að kenna og allir hugsa bara hugsa um sjálfan sig þá myndi Taekwondo deyja út. Þar af leiðandi eru nemendur, kennarar og allir sem þeir stunda Taekwondo beint eða óbeint kjarni þess. En þetta er mjög víðtækt og meira byggt á mínum hugmyndum sem ég vildi koma á framfæri. En ef við förum um 2000 ár aftur í tímann þá ættum við að sjá hvernig Taekwondo þróaðist og hver er kjarni þess.

Ég ætla að byrja að fjalla aðeins um blómariddarana sem hafa vakið áhuga minn síðan ég man eftir mér í Taekwondo. Ég skrifaði þessa grein á www.hugi.is fyrir nokkrum árum til að útskýra það nafn sem ég kaus að nota þar eða “HwaRang”.

“Á Kóreuskaganum var lítið konungsríki Shil-La sem var undir stöðugum árásum frá völdugum nágrönnum sínum í norðri. Til að vernda sig stofnuðu aðalsmenn ríkisins sérsveit ungra liðsforingja og hvar hún kölluð Hwa Rang Do “Blómariddararnir”. Sérsveitirnar tömdu sér, andlega og líkamlega sjálfstjórn, allt árið um kring í fjöllunum og við sjávarsíðuna. Til að viðhalda einbeitingu sinni fygldu þeir fimm höfuðreglum sem æðsti búdda munkur þjóðarinnar, Wong Kang setti fram:

1. Vertu konungi/ leiðtoga þínum tryggur og trúr
2. Vertu foreldrum þínum hlýðin
3. Vertu heiðarlegur við vini þína.
4. Leggðu skynsamt mat á aðstæður
5. Gefstu aldrei upp

Hwa Rang Dan urðu frægir fyrir hugrekki sitt og bardagafærni, öðluðust virðingu jafnvel frá sínum mestu óvildarmönnum. Styrkurinn sem þeir öðluðust við að lifa eftir höfuðreglunum gerði þeim kleift að sigra orrustur þannig að þeir urðu goðsagnir. Vegna sigra sinna veittu þeir fólki Shil La innblástur til þess að standa upp, sameinast og sigra óvinaríkin í norðri. Vegna sigra Shil La varð Kóreuskaginn sameinaður í fyrsta skipti í sögunni.
Á meðan Hwa Rang Dan voru, var upphaflega sjálfsvarnaríþróttin, sem hét Tae Kyon, sem þýðir fóta-bardagi, mjög vinsæl meðal almennings. Vegna innblásturs Hwa Rang Dan, byrjðu hermenn að æfa sig og þróa sjálfsvarnaríþróttina. Tae Kyon var aðlöguð að höfuðreglum Hwa Rang Dan og var upphafið að sjálfsvarnaríþróttum í Kóreu. Með tímanum þróaðist Tae Kyon og varð að Taekwondo”.

Hwarangdo hefur alltaf heillað mig og veit ég sjálfur eiginlega ekki afhverju, og þessar 5 reglur sem koma fram endurspeglast líka í Taekwondo, kongungurinn er þá meistarinn, vinir eru þá þeir sem við æfum hjá og með. Eitthvað við þessa list og þeirra hermenn er svo ævintýralegt og spennandi. En einsog kemur fram þróaðist Tae Kyon í Taekwondo sem er alveg rökrétt þar sem Tae Kyon nefnist ,,fótabardagi” og hinn almenni Taekwondo maður notar lapparnir að minnsta kosti 80% þeirra tækna sem hann kýs að nota. Kjarni Taekwondo kemur þá úr Hwarangdo og er þá að stórum hluta spörk. Ap tsjagí eða framspark (sjá mynd t.h) er oftast fyrsta sparkið sem lært er. Og út frá því þróast önnur spörk t.d. doljó tsjagí sem er mest notaðasta spark í Taekwondo í ýmsum útgáfum. Næsta spark sem er lært er aptsjáólígí eða háspark (sjá mynd t.v.). Síðan koma tvíburarnir pandel- og tonlígí tjsagí. Og út frá þessum spörkum kemur t.d. út nerjó tsjagí eða axarspark. Högg eru notuð í minnihluta. Og almennar varnir hafa verið að hverfa burt í keppnum en að sjálfsögðu haldast inni í hinu almenna Taekwondo. Kjarna Taekwondo má þá rekja aftur til fortíðarnir til Súbakdo, Taek Kyon eða Mú Súl og þeirrar tækni sem þar var notast við og seinna meir varð Taekwondo.

Hver og einn getur haft sínar skoðanir á því hvað er kjarni Taekwondo, og er þetta mjög víðtækt hugtak og ekkert eitt sem telst vera beint kjarni Taekwondo. Ég tel sjálfan mig vera kjarna Taekwondo allavega hérna á Íslandi. Nóg er að vera fyrirmynd annara nemandi sem horfa upp til manns og vilja vera eins og maður sjálfur. Allir eiga sínar fyrirmyndir sem gefa manni þessa auka orku til að halda áfram að æfa og ná árangri. Þannig má segja að kjarni Taekwondo sé í okkur öllum hverju einum og einasta sem stígur fæti inn í dojang hvort sem það er á Íslandi, Kóreu eða Írak. Öll erum við eitt á meðan við erum í Taekwondo. Við lærum öll saman gruninn, sömu högginn, sömu spörkin og sömu varnirnar. Við höldum kóreskum orðum inní í Taekwondo og köllum varnir, högg og spörk þeirra upprunulega nöfnum ekki framspark heldur ap tsjagí. Þar af leiðandi gera það mér kleift að geta farið til lands sem ég kann ekki bofs í þeirra tungu og samt stundað Taekwondo. Erfiðara væri fyrir mig að fara út að spila fótbolta því ekki er sama orðið notað um bolta í öllum löndum ekkert eitt tungumál skilur önnur af í þeirri íþrótt ekki þá nema enskan. Gerð er krafa að læra nöfn á tæknum sem við notum í Taekwondo, eða kunna heilsa meistarnum, telja og almenn orð einsog setjast niður, standa upp, fingur, tær og þess háttar. Taekwondo er stunduð út um allan heim. Og hef ég ekki enþá komist í tæri við það að kennt sé Taekwondo á eigin tungumáli þeirrar þjóðar sem þar er stundað Taekwondo fyrir utan Kóreu þar sem Taekwondo kemur þaðan og kóreska þjóðtunga þeirra og kannski í Bandaríkjunum því þeir eru nú vísir til alls (og t.d. má sjá mynd t.h. þar sem Ameríski fánin er staðsettur hjá Tan Jon en ekki hjá hjartastað einsog ber að vera). En ekki sjáum við á Íslandi dojang þar sem eingöngu er töluð íslenska…. það væri bara ekki sama Taekwondo á einhvern hátt. Reglur í dojang eru líka alltaf með sama máta. Hneygja sig þegar komið er inn og út úr dojang. Ávarpa hærri belti með virðingu. Heilsa fánunum. Heilsa kennara, meistara eða hæðsta belti. Því er kjarninn hjá okkur öllum eins og ef þessa hluti myndi vanta þá væri Taekwondo einsog box æfingar sem voru á þriðjudögum og fimmtudögum fullt af vitleysingum í snú snú, skylmast með fókus púðum eða í öðrum bjána látum. Aginn, samstaða og virðing sker hefðbundar bardagalistir frá t.d. MMA eða öðru. Þroski einstakling er stór hluti kjarnans og m.a. sést það í svartbeltis prófum allavega hjá okkur í Dojang Dreka. Prófin eru gerð það erfið að það krefst mikil einbeitingar, krafts, úthalds og hugsunar að standast prófin og gerir þar af leiðandi svartabeltið að merkilegum áfanga í lífi manns. Ef um 100 manns byrja æfa er reiknað með að um 5 nái 1.dan úr þeim hóp. Ef um 50manns væri að ná af 100 og hlutfallið því 50% af þeim ná 1.dan þá væri það ekkert sérstak að bera beltið, einstaklingar myndu ekki þroskast eins vel og næstum hvaða Jón Jónsson sem er gæti verið með 1.dan. Og þótt einhver skari kannski alveg frammúr öllum hópnum þá fær hann lítið að láta ljós sitt skína ef hann týnist bara í fjöldanum.

Allir læra sama grunn í Taekwondo, öll tölum við sama málið. Við erum öll eins til að byrja með. Þegar nægum þroska og hæfileikum er náð getur hver og einn einstaklingur fín pússað sínar hreyfingar og komist að því hvað hentar honum best. Þeir sem eru liðugir en kannski ekki mjög sterkir gætu valið Poomse. Aðrir kjósa kannski að æfa Kjurúgí, og en aðrir kjósa að æfa alla þætti samhliða. Þroski nemanda skiptir öllu máli, lélegur kennari gefur af sér lélega nemendur sem á endanum veldur lélegu Taekwondo og öfugt. Hver og einn ræður sinni leið. En kjarninn breytist ekki. Við erum öll eitt.
Stjórnandi á