Sem tae kwon do maður verð ég nú aðeins að fara að verja þessa fallegu íþrótt mína sem er búinn að vera að lenda í soldið miklu skítkasti frá muy thai og kickbox gaurum. Til þess að byrja með langar mig til að vita hversu margir hafa æft tae kwon do, og þegar ég er að tala um æfa þá er ég ekki að meina 3 æfingar á viku og hver æfing er einn og hálfur klukkutíma þar sem það eru 10-20 aðrir nemendur sem að eru allir með sama kennarann, heldur er ég að tala um 2 æfingar á dag með alvöru kennara og þið þurfið virkilega að vera í toppformi til að geta haldið í þessar æfingar, ef ég á að svara þessari spurningu þá eru kannski 10 manns á landinu sem hafa farið í þennan pakka og ennþá færri sem eru eithvað virkir.
Svo langar mig einnig soldið að vita hversu margir hafa keppt erlendis í taekwondo á A styrkleikamóti! það eru einnig ekki margir en til þess að fá góða mynd af tae kwon do þarf maður að fara á A styrkleikamót til að skilja þetta betur, þessi mót á íslandi eru ennþá ekki komin á það stig að við erum að sjá tae kwon do á því plani sem það er í útlöndum. Ef einhver hérna hefur séð Björn Þorleifsson hreyfa sig eða sparrað á móti honum full kontakt þá er hann varla að tala um það að tae kwon do virkar ekki og það sé lélegt, en Björn er sá eini á landinu sem er virkilega hægt að flokka undir alvöru tae kwon do keppnismann, og ég er nokkuð viss um að hann geti tekið alla þessa íslensku muy thai/kickbox gaura og tuskað þá til. 'eg sjálfur hef verið að kenna tae kwon do og farið út að keppa nokkrum sinnum og ég hef séð svo marga stráka koma inn og halda að þeir séu eithvað svakalegir, en svo fatta þeir að þeir eru ekki eins góðir og þeir halda og þá kemur skítkastið í tae kwon do að það virki ekki og sé ekki alvöru, málið með tae kwon do gaura er að þeir vilja bara ekki fara á móti muy thai/kickbox gaurum út af því að þeir eru með svo óhreina tækni og eiga í hættu á að slasa sig, þó svo að maður geti tekið muy thai gaurinn og buffað hann þá nennir maður ekki að lappa frá bardaganum með bólgnar ristar eða bólginn hné, alveg sama ástæða fyrir að maður er ekki að nenna að fara á móti byrjendum í tae kwon do, maður endar yfirleitt á því að meiða sig eithvað og það þýðir að maður geti ekki æft eins stíft og þarf að hvíla.
Ég gæti haldið þessari grein áfram endalaust en áður en ég geri það langar mig til að fá smá feedback frá ykkur hinum. Vona að þið sýnið svona smá skilning og virðingu.