Sjálfur æfi ég Tae Kwon Do, og þess vegna skil ég mjög vel athugasemdir þeirra sem eru með Ólympískum Hnefaleikum, og segja að fyrst að Tae Kwon Do er leyft, afhverju eigi þá ekki að leyfa Ólympíska Hnefaleika, þetta gengur út á það sama, og í báðum “sportunum” nota menn hlífar, og menn eru úr leik ef hinn aðillinn rotast.

Nú ætla ég ekki að vera með eða á móti Ólympískum Hnefaleikum, heldur bara að segja til þeirra, sem hafa komið fram í sjónvarpi og sagt að fyrst að Tae Kwon Do er leyft, afhverju þá ekki Ó.H.
Þeir segja að það sé það nákvæmlega það sama, en ég held ekki.

Mér sýnist svo, að Ó.H. gagni bara út á að berja hinn aðilan, það er engin hugsun á bakvið það eins og TKD, sem er bæði andleg og líkamlegt “sport” að segja að það sé það sama er ekki rétt, kannski eru ákveðnar deildir innan TKD sem líkjast Ó.H. (sparring) en að henni liggur þó sama basic hugmyndin, það á ekki að berja náungan, nema í neyð, en það sem Ó.H. gengur út á, Ég þarf að berja nánungan, til þess er þessi íþrótt.

Svo, ég er að segja í raun, mér finnst ekki leyfilegt af þeim sem segja það sem komið hefur áður fram í sjónvarpi, þar sem mér finnst það ekki rétt.

Nú megið þið skjóta á mig að vild.