Þetta er bara smá grein sem skýrir Tae Kwon Do. Tae þýðir að stökkva eða sparka eða brjóta með fæti. Kwon þýðir að kýla eða að slá með hendi eða hvefa. Do þýðir eiginlega hin heimspekilega leið eða frekar lífsstíll. Þessi bardagalistgrein (sem hefur marga stíla innan sinna vébanda) byggist á 4 grunngerðum af tækni eða færni: Poomse sem er hreyfikerfi með fyrirfram ákveðnum hreyfingum gegn ímynduðum andstæðing, Kibon jon súp sem grundvallartækni sem byrjað er að kenna, Derjan sem er frjáls bardagi við einn andstæðing og Kjúpka sem er aðferð við að brjóta spýtur og múrsteina. Auk þess er kennd almenn sjálfsvörn og þriggja-, tveggja-, og einsskrefabardagar sem eru eins og Poomse, bardagar við ímyndaðan andstæðing.TaeKwonDo er upprunin frá Kóreu og er bardagalist, en hér á landi er það kallað sjálfsvarnarlist sem er rétt að nokkru leiti. Þetta er 4. þúsund ára gömul list en einnig er TKD íþrótt og það æft bæði sem íþrótt og bardagalist nú á dögum. Sennilega var það í sinni fyrstu mynd, æfingaaðferð til þess að verjast árásum villidýra. Í gegnum söguna hefur TKD gengist undir hinum ýmsu nöfnum eins og t.d. Soo Bak Do, Hwa Rang Do og Tae Kyon.

Að æfa og nema TKD bætir ekki aðeins líkamlegt hreysti heldur hefur það einnig í för með sér innri frið og friðsæld sem er hið mest eftirsóknasta takmarkið í þessari listgrein. Hin langa saga TKD ásamt tengslum þess við kennisetningar Zen-búddisma, endurspeglast í grunnformunum eða Poomse sem eru sérstök hreyfikerfi, en þau byggjast á að einn maður gerir fyrirfram ákveðið kerfi af hreyfingum sem á að tákna bardaga við ímyndaðan andstæðing.