UFC 46 - Super Natural Jæja, þá er UFC 46 að fara að bresta á 30.janúar. Fær Randy Couture að verja lhw-titil (lhw=light heavyweight) sinn í fyrsta skipti gegn Vitor Belfort. Fyrir þá sem ekki vita af því kemur Randy Couture gríða sterkur inn eftir sannfærandi sigra á Chuck Lidell og Tito Ortiz, báðir gæjar sem hafa verið mjög ofarlega á lhw-top listanum. Reyndar skil ég ekki af hverju Randy Couture var ekki að berjast í lhw miklu fyrr, því hann var jú að keppa í -196 punda flokknum í Grísk-Rómversku glímunni á sínum tíma. Það vægast sagt fer honum vel að keppa í lhw og ég sé nánast engan fyrir mér out-wrestla hann í þeim flokki.
Hvað varðar Vitor Belfort tel ég að hann sé einnig að koma mjög sterkur inn. Tapaði á móti Chuck í UFC 37.5 á decision, en fékk ekki mikinn tíma til að æfa fyrir þann bardaga. Kom síðan sterkur inn og valtaði yfir Marvin Eastman í UFC 43. Ég segi að Vitor sé á uppleið og nú þegar hann gæti jafnvel verið upp á sitt besta getur maður búist við hverju sem er frá honum. Erfitt að segja til um það hvort Couture nái honum niður eða ei, hins vegar má alveg búast við því að Randy Couture hafi yfirhöndina í stand-up eins og hann sannaði gegn Chuck. Það að keppa á móti wrestler gerir menn ósjálfrátt hrædda við takedownið, og bitnar það oft á standandi hæfileikum(gott dæmi, Wanderlei vs. Mirko).
Eitt af því helsta sem gerir þetta match svo áhugavert er að Vitor og Couture börðust dramatískan bardaga í UFC 15 ´97. Eins og flestir vita endaði hann á mjög óvæntan hátt þar sem Couture vann Belfort á TKO og sannaði þar að hann var/er einn af þeim bestu. Ef ég á að segja hver vinnur þá veðja ég mínum dollurum á Couture, hann einfaldlega hefur sannað sig það mikið undanfarið. Þó á hann það til að tapa óvænt.

Hér er cardið:
Light Heavyweight Championship
Randy Couture v Vitor Belfort

Welterweight Championship
Matt Hughes v BJ Penn

Heavyweight
Frank Mir VS Wes Sims

Middleweight
Jorge Rivera VS Lee Murray

Welterweight
Carlos Newton VS Renato “Charuto” Verissimo

Welterweight
Karo Parisyan VS George St. Pierre

Lightweight
Hermes Franca VS Josh Thomson

Lightweight
Matt Serra VS Jeff Curran

Mín spá:
Randy Couture - TKO 2R (dæmi hver fyrir sig)

Matt Hughes - TKO/Submission 1R (Matt Hughes vinnur, og vinnur)

Frank Mir - TKO 3R (Síðast þegar ég vissi var Frank Mir í gríðaformi

Jorge Rivera - Submission 2R (Solid record…)

Carlos Newton - Submission 3R (Veit að hann vinnur)

George St. Pierre - TKO 3R (Báðir frekar solid menn)

Hermes Franca - KO 1R (mjög solid record)

Matt Serra - TKO 2R (kemur hungraður inn, má ekki við því að tapa meir)


Þetta er svona eins og ég spái því en einnig eins og ég vona að þetta fari. Held reyndar að fleiri bardagar eigi eftir að enda í decision en skemmtilegast að hafa þetta bara svona.