Jæja, þið þekkið eflaust “Butterbean” frægur boxari sem er kannski ekki toppklassa boxari en hefur þó nokkuð marga sigra undir beltinu :) Butterbean hefur undanfarið verið að keppa í sparkboxi (eða réttara sagt á móti sparkboxurunm, hann bara boxar á móti þeim) í K-1, hingað til hefur hann samt verið að keppa á móti þungavigtarmönnum (sem er yfir 93kg í K-1), en núna ætlar hann að breyta til!

Hann er að fara að keppa við gólfglímuskrímslið Genki Sudo í MMA (Mixed Martial Arts) keppni :) ef þið vissuð það ekki þá er MMA keppni þar sem þeir byrja standandi og þar eru oftast venjulegar sparkbox reglur (má sparka, kýla, nota hné, en enga olnboga í andlit, og engin háls/hnakka/pung högg). Hins vegar meiga þeir líka taka andstæðinginn niður í jörðina og vinna með kæfingu eða liðamótalás, s.s. mjög svipað og UFC (ultimte fighting championship).

Það sem gerir þennan bardaga hinsvegar sérstakan er það að Genki Sudo keppir í 155 punda (70kg) flokki, og ég held að Butterbean sé superheavyweight (+265 pund). Yrði ekki hissa á því ef að Genki væri meira en 100 pundum léttari en hann, sem er rúmlega 40kg.

Persónulega held ég að Genki hafi eftir að rústa þessu :) þar sem þetta eru MMA reglur. Málið er að þó að Butterbean hafi vissulega möguleika á að rota Genki, þá er Genki enginn aukvisi í höggum heldur, hefur keppt 3x í K-1 MAX (K-1 með léttari þyngdarflokkum), en þessi bardagi mun enda í gólfinu, Genki er heimsklassa Grísk-rómverskur glímukappi, svo það sé nú ekki talað um gólfglímuhæfileika hans, það er bara ekki möguleiki fyrir Butterbean að verða nógu góður á svona stuttum tíma til að ráða við Genki. Ég segi að Genki vinni með einhvers konar fótalás í fyrstu lotunni.

Ef þið hafið áhuga á að sjá Genki Sudo “in-action” þá getiði farið á http://www.subfighter.com og skráð ykkur þar (ókeypis), og svo farið og downloadað þessu video'i: http://www.subfighter.com/download-file-99.html#dl (verðið að vera skráð til að þessi link virki). Þar sjáiði þar sem Genki Sudo RÚSTAR gólfglímu móti, vinnur nánast alla bardagana með þríhyrninga kyrkingu. (ef þið viljið sjá hvernig hún virkar getiði séð það á sömu síðu http://www.subfighter.com/download-file-2.html#dl þeir eru með fullt af submission leiðbeiningum þarna.)