Bjarni Skúlason var að ljúka keppni á HM í júdó sem fram fer í Osaka í Japan. Hann mætti Wu frá Taiwan í fyrstu umferð. Bjarni kastaði honum á Ura-nage eftir rúmar 4 mín og fékk ippon fyrir. Í 2. umferð mætti hann Pereteyko frá Uzbekistan. Bjarni kláraði þá glímu á innan við 1 mín með Kosoto-gake og fékk ippon fyrir. Í þriðju umferð fékk Bjarni silfurverðlaunahafa frá síðasta HM, Zviadauri frá Georgiu. Bjarni tapaði þeirri glímu, var kastað á Kata-guruma eftir rúmlega 3 mín. Zviadauri komst hins vegar í úrslit (sem hann reyndar tapaði fyrir Hwang frá Suður-Kóreu) þannig að Bjarni fékk uppreisnarglímu og mætti þar Lama frá Chile en tapaði, var kastað á Seoi-nage. Alls voru 44 keppendur í flokknum (-90kg) og Bjarni endaði í 9.-13. sæti sem er fínn árangur. Bestum árangri Íslendinga á HM í gegnum tíðina hafa þeir Vernharð Þorleifsson og Bjarni Friðriksson náð, Venni verð í 7. sæti 2001 og Bjarni varð í 7. sæti 1989.