Nokkuð lengi hef ég haf áhuga á að kynnast einhverri af þeim fjölmörgu
sjálfsvarnaríþróttum sem stunduaðar eru hérlendis. Það má segja að fyrir tilviljun
hafi ég valið Jiu Jitsu en ég ráfaði inn á heimasíðu félagsins www.sjalfsvorn.is. Ég
sendi yfirkennararnum póst sem lísti forvitni minni og hann brást hinn
almennilegast við og bauð mér að mæta á æfingu og sjá um hvað málið snérist.
Ég dró vin minn með mér og viti menn, við höfum ekki misst úr æfingu síðan.
Það sem mér þykir best við hvernig staðið er að málum er að farið er vel í hlutina
og þeir útskýrðir vel og vandlega.. aftur og aftur og aftur þar til allir eru 100%
Þetta finnst mér persónulega mikið betri aðferð en “einn tveir og nú” þar sem allir
eiga að vera á sama stigi líkamlega já og andlega.
Andinn er frábært, mjög góðir kennarar og hreyfingin fín. Eins og ég segi þá er ég
algjör byrjandi í sportinu (með hvítt belti) og hef því ekki kynnst því nema að litlu
leyti. Það sem vekur mig til umhugsunar er hvort þetta sé eitthvað sem er nothæft
til að verja sig. Ég er ekki að efast um gæði þeirra fjölmörgu bragða, kasta og lása
sem Jiu Jitsu mun vonandi sína mér þegar lengra er haldið, ég er mikið frekar að
velta fyrir mér hvort ég ná þeim hraða sem þarf til? Líkamlega - líklega en
andlega? Ef ráðist er á mig… fer hausinn minn þá á fullt í að rifja upp einhver
brögð eða verður þetta spontant? Þar sem þetta er ekki keppnisíþrótt þá er erfitt
að verða sér út um reynslu á móti partner (ég lít reyndar á það sem kost að gera
stundað svona íþrótt sem krefst þess ekki að þú keppnir til að komast áfram
smb. Judo)
Það er “sparrað” á æfingum en ekki full-contact enda eflaust erfitt þar sem mörg
bragðanna geta án efa gefið fólki frí frá æfingum í góðan tíma. Hvernig er þessu
háttað í öðrum íþróttum? Hvað er til ráða? Eru þetta óþarfa áhyggjur?(ef áhyggjur
skildi kalla)

kv.
Sario