Nú hefur þetta áhugamál verið frekar dautt og ákvað ég að koma með smá pælingu til að reyna að hressa upp á það. Nú ímynda allir sér “fightera” sem þessa mössuðu sköllóttu rumi eða alvarlega skornu kínverjum (eins og Bruce Lee). En eru þetta ekki bara steríótýpur? Kíkið á UFC, hver er mesti rotarinn þar? Það er úkraínskur maður að nafni Igor Vovchanchin sem allir hræðast. Þetta er bara monster! En hann er ekkert massaður! Hann er með hálfgerð brjóst og ístru. Svo eru líka þessir olíusmurðu sól gaurar í UFC sem eru massaðari en djöfullinn sjálfur en þeim er í rauninni ekkert að ganga neitt betur en hinum þegar á heildina er litið.

Svo eru það t.d. þessir Muay Thai bardagamenn sem eru margir hverjir bara einhverjar ræfillslegar horrenglur en geta síðan beitt olnbogunum þannig að þeir geta drepið menn í einu höggi og menn á Muay Thai búðum í Taílandi eru taldir af mörgum vera öflugustu bardagamenn í heimi.

Og þessir tæknilegu bardagalistamenn eins og Professor Richard Clark ((held ég að hann heiti)9 dan Jiujitsu). Ég þori að veðja að hann geti tekið 99% af ungum gaurum í rassgatið þó hann sé orðinn fimmtugur og hefur held ég bara unun af því að sitja bak við hús hjá sér að drekka te.

Segir það að menn séu massaðir eitthvað til um hvað þeir eru góðir að berjast? Eða eru menn bara misvaxnir og það segir ekkert til um bardagagetu manna hvað þeir eru vöðvamiklir?