Grein fengin frá Taekwondo Ísland heimasíðunni.


Björn stóð í heimsmeistaranum

Björn Þorleifsson er nú staddur í Belgíu ásamt Sverri Tryggvasyni landsliðsþjálfara. Björn tók þátt í Opna Belgíska mótinu sem fram fór nú um helgina. Björn mætti heimsmeistaranum sjálfum sem er númer eitt á heimsstyrktarlistanum í dag, Frakkanum Mamhedy Deocara, strax í fyrsta bardaga. Eftir mjög jafnan og sterkan bardaga náði Frakkinn að kreista fram sigur með aðeins einu stigi, en úrslitin urðu 10-9. Björn sagði að þetta hafi verið spennandi og skemmtilegur bardagi. Hann sagði einnig að hann hefði alveg átt að geta tekið hann, og ætlar hann að gera það næst.

Sverrir sagði að fólk hefði komið til Björns eftir bardagann og talað um hvað hann hefði staðið sig vel í bardaganum. Andspyrnan kom Deocara sjálfum mjög á óvart.

Frakkinn vann mótið með yfirburðarsigri á öðrum andstæðingum.

Um 700 manns tóku þátt í mótinu og var keppt frá 9-18 laugardag og sunnudag á 16 gólfum.
Næstu mót hjá Birni eru Opna Þýska og Opna Tyrkneska mótið.

Texti: Erlingur Jónsson