mig langaði að skjóta inn smá umræðu/spurningu.. finnst ykkur box vera bardagalist eða bara slagsmál/sport?

mér finnst box vera ákveðin list því íþróttin sjálf hefur langa sögu og hefðir á bakvið sig, hún krefst mikilla einbeitningar og rökhugsunar, hver hefur sinn eiginn stíl .. o.s.frv.

en aftur á móti hefur box engar kötur eða form, og var aldrei þróað útfrá buddha munkum en til að vega á móti hefur hún æfingar-drill, skuggabox (berjast við ósýnilegan andstæðing(kötur)) og einsog í muay thai - pad training..

en sumir vilja meina að til að verða quilified martial art þá þarf hún (listin) að vera upprunin frá asíu.. hvað segið þið?



bara lífga uppá umræðuna hérna :)

kv
ingþó