Hvernig er það, hverja teljið þið helstu ástæðu þess að fólk æfir bardagaíþróttir? Af hverju æfið þið?

Sumir segja að þetta sé bara eins og hver önnur íþrótt, bara til að halda sér í formi. Ég er ekki alveg sammála þessu, þó að þær halda manni vissulega í formi þá finnst mér bardagalistir hafa meiri tilgang en bara það. Skilgreiningin á bardagaíþrótt er sú að þú ert að æfa þig í að slást, oftast er þetta sett fram á frekar rólegan hátt og lítið um að það sé beinlínis slegist að fullu afli á æfingum (þó að það sé vissulega gert sums staðar) en samt sem áður er tilgangurinn að æfast í bardaga, þar af leiðandi hlýtur tilgangurinn að einhverju leiti að tengjast því að vera betur hæfur til að verja sjálfan sig.

Einnig virðast margir taka upp svona heimsspekilega stefnu í bardagaíþróttum, hugleiða og líta á þetta sem leið til að kynnast sjálfum sér betur og verða að betri manni. Enn aðrir vilja bara verða sem bestir bardagamenn, vilja geta staðið sig vel í bardaga/keppni og vilja endilega læra sem mest til þess að vera ekki einskorðaðir við eina íþrótt.

Hvað finnst ykkur um hinar mismunandi ástæður fólks og af hverju?

Persónulega myndi ég líklega falla í seinasta hópinn, sem vill æfa til að verða sem bestur og einskorða mig ekki við eina bardagaíþrótt í þeim tilgangi.