ég hef ákveðið að hætta. :) er búin að vera stjórnandi á þessu áhugamáli síðan 2000 eða 2001, get bara ekki munað það. en allavega ætla ég að draga mig í hlé.

þannig að…hver vill taka við? það er passlegt að hafa tvo stjórnendur hérna held ég, sérstaklega ef við getum fengið einhvern ábyrgan, góðan aðila sem er tilbúin(n) til að lífga uppá áhugamálið.

endilega sendið mér nokkrar línur í skilaboðum ef þið hafið áhuga. takið fram aldur og áhugasvið innan anime/manga heimsins, og segið mér hvernig þið ætlið að bæta áhugamálið. skrifið bara eins mikið og þið viljið um ykkur! :)