Nokkuð hefur borið á að notendur séu að senda inn myndir sem eru kannski ekki endilega viðeigandi hér á áhugamálinu Anime og Manga. Vilja stjórnendur benda notendum á að framvegis verður myndum sem ekki þykja smekklegar (mikil eða óviðeigandi nekt, nærbuxnaskot, rassar o.s.frv.) ekki samþyktar heldur tafarlaust eytt.

Jafnframt vilja stjórnendur áhugamálsins hvetja alla til að senda inn sem mest af skemmtilegu efni, hvort sem um er að ræða myndir, greinar eða kannanir. :)