Nú erum við um það bil hálfnuð með Hiragana kerfið og er þá komið að stöfunum Ha, Hi, Fu (Hu), He, Ho.
Í raun og veru þá ætti stafurinn “Fu” að vera skrifaður “Hu”, en þar sem að framburðurinn á honum verður mun líkari “Fu” heldur en “Hu” á okkar stafrói vegna hálfgerðs blásturs við framburð hans er mun auðveldara fyrir okkur að hugsa um þennan staf sem “Fu”.

Stafurinn “He” er smáorð sem er mjög líkt smáorðinu “Ni”, það hefur með hreyfingu á milli tveggja staða að gera. En ég mun fara betur út í það seinna.

Hér fyrir neðan eru stafirnir fimm:

<img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana6.JPG“>

Stafurinn ”Fu“ er líklega erfiðasti stafurinn þarna, og finnst mér stundum gott að skrifa línu eitt og tvö í einu handtaki. Það sjá allir hvort sem er um hvaða staf er að ræða og því er það ekki óvitlaust, það hefur að mínu mati flýtt þónokkuð fyrir við skrift stafsins.

Eins og áður, þá koma hér nokkur orð sem innihalda þessa stafi:

”Hoshi“ er mjög algengt orð í lagatextum sem að allir ættu að geta fundið í opnunarlögum í einhverjum af uppáhalds þáttunum sínum. Það þýðir einfaldlega ”stjarna“, eins og þessar á himnum.

”Heya“ þýðir herbergi. Það er lítið meira hægt að segja um það.

”Fune“ er orð sem þýðir skip. Ekkert athugavert hér.

Að lokum er nafnorðið ”Hadaka“ þýðir að vera nakinn. Já, í Japönsku er það nafnorð, og þarf að nota smáorð til að þýða það orðrétt yfir á Íslensku. ”Hadaka de“ væri því ”Að vera nakinn“ en ”Hadaka ni naru“ væri ”Að gera sig nakinn“ (Taka af sér fötin).

”De“ er enn eitt smáorðið, ”naru“ er orð sem þýðir ”að verða“ og ”Ni“ er smáorðið sem að ég sagði stuttlega frá í kafla 5. Í þessu samhengi er hægt að hugsa þetta sem ”Að fara frá því að vera eins og ég er núna og verða nakinn".

Og þar með er þessum kafla lokið.