Næstir í röðinni eru stafirnir Na, Ni, Nu, Ne og No.
Það er lítið merkilegt hægt að segja um þessa stafi nema kannski það að tveir þeirra eru í heild sinni smáorð í Japönsku. Það eru stafirnir “ni” og “no”. “Ni” er smáorð sem hefur að gera með hreyfingu einhvers frá einum stað til annars og “No” hefur með eign einhvers að gera. Ég mun hins vegar fara mun betur í smáorðin seinna eftir að skriftarkaflarnir eru búnir.

Hér fyrir neðan getið þið séð stafina í þessum hópi eins og þeir leggja sig:

<img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana5.JPG“>

Rétt eins og síðast þá koma hér nokkur orð sem að nota þessa nýju stafi.

”Negai“ er nokkuð algengt orð, sérstaklega í lagatextum og sjónvarpsefni. Orðið þýðir ósk eða löngun.

Orðið ”Neko“ þýðir síðan köttur.

Orðið ”Nigate“ stendur fyrir eitthvað sem að gerandinn er ekki góður að gera. T.d. ef að ég er lélegur í Dönsku þá er Danska mitt ”Nigate“.

Að lokum þá skulum við kíkja á orðið ”Naka“.
Þetta orð þýðir í stuttu máli ”miðja“, en það er hægt að nota það í mörgum samhengjum, t.d. þegar að einhver er á milli tveggja hluta (í miðjunni þeirra) þá væri hægt að nota smáorðið ”No“ með orðinu ”Naka“ til að segja það. Þetta er hins vegar eitthvað sem að ég mun fara í seinna og þurfið þið ekki að hafa áhyggjur ef að þetta virtist flókið.

Einnig er vert að minnast á að það er til annað orð sem er borið fram ”Naka“ en er skrifað á annan hátt með kanji og hefur með samband milli fólks að gera, t.d. ef að tveir aðilar hafa ”Gott á milli sín“ (Gott Naka) þá kemur þeim vel saman en ef að þeir hafa ”Vont á milli sín" (Vont Naka) þá kemur þeim illa saman.

En hér með segi ég þessum kafla lokið.