Næstu fimm stafirnir sem þið lærið eru, eins og þið vitið ef þið lærðuð vísuna í kafla eitt, Sa, Shi, Su, Se, So. Eini stafurinn í þessum hóp sem gæti valdið einhverjum vandræðum er So, svo að það væri ekki óvitlaust að æfa sig sérstaklega vel á honum.

En hér koma stafirnir:

<img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana3.JPG“>

Eins og síðast þá mun ég bæta við orðaforðann ykkar með nokkrum orðum sem að innihalda stafi sem að þið kunnið nú að skrifa.

Byrjum á orðinu ”Sekai“, sem þýðir heimur. Þið ykkar sem horfið á Japanskt sjónvarpsefni hafið eflaust heyrt þetta orð oft og mörgum sinnum í bæði samtölum og opnunarlögum.

Einnig getið þið prófað að skrifa orðið ”Suika“, sem þýðir vatnsmelóna.

Að lokum skulið þið prófa að skrifa orðið ”Sushi", sem að þýðir einmitt það, matartegundin Sushi.

Næsti kafli kemur á laugardaginn, en ég kveð að sinni.