Í dag mun ég halda áfram með kennslu á Hiragana, og þar sem þið eruð eflaust öll orðin sérfræðingar í að skrifa A, I, U, E og O eftir lestur á fyrsta kaflanum, þá er kominn tími til að læra næstu fimm stafina úr stafróinu. Þeir stafir eru: Ka, Ki, Ku, Ke og Ko. Einnig mun ég byrja að stækka orðaforða ykkar lítillega í þessum kafla.

Að skrifa stafina úr “K” hópnum er alveg jafn auðvelt og að skrifa stafina úr sérhljóðahópnum, hér fyrir neðan getið þið séð hvernig þeir stafir líta út og hvernig á að skrifa þá.

<img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana2.JPG“>

Eins og kom fram áður, þá mun ég kenna ykkur nokkur nothæf orð frá og með þessum kafla, og mun ég nota orð sem innihalda stafina sem þið hafið lært hingað til. Það væri ekki galið fyrir ykkur að æfa skriftina með því að skrifa þessi orð upp á hiragana.

Við skulum byrja með því að læra mikilvægasta orð sem til er í málinu, og líklega öllum málum, orðið fyrir ”ást“. Það orð er skrifað eftirfarandi: Ai.
Já, þið sáuð rétt, aðeins tveir stafir, og einnig þeir tveir fyrstu sem þið lærðuð!
Þegar þið eruð búin að skrifa Ai nokkrum sinnum, getið þið prófað að skrifa orðið: Kaku. Kaku er sögn sem merkir að skrifa. (Kaku getur einnig þýtt margt annað, og er eina leiðin til að vita hvort um það orð er að ræða út frá samhengi eða ef að það er skrifað með Kanji, þetta gildir fyrir mörg orð en þetta er alls ekki jafn erfitt og þetta virðist við fyrstu sín. En við erum komin út fyrir efnið hérna.)

Ég mun bæta við tveimur orðum í viðbót að þessu sinn. Orðunum ”Au“, sem þýðir að hitta einhvern og orðinu ”Kuru", sem þýðir að koma.

Jæja, ég ábyrgst það að ef þið takið fimm mínútur á hverjum degi til að æfa ykkur í Hiragana verðið þið búin að læra allt stafróið eins og það leggur sig innan skamms. Það virkaði fyrir mig og það mun virka fyrir ykkur elskurnar mínar. Mun sólskynið vera með ykkur eins og ávallt, og einnig tunglskynið. Bless Bless ^________^~~~~