Halló og verið þið sæl og blessuð krakkar mínir.
Þau ykkar sem að koma reglulega inn á þetta áhugamál horfa eflaust annað slagið á Japanskt sjónvarpsefni þýtt á hin ýmsu mál, svo sem Ensku, Slóvenísku og jafnvel /b/tard. En væri nú ekki skemmtilegra ef þið þyrftuð ekki að horfa á þættina þýdda? Þið eruð eflaust flest á því máli að það væri skemmtilegra að geta skilið Japönskuna talaða og þurfa ekki alltaf að lesa einhvern texta sem oft á tíðum er alls ekki auðskilinn, og oftar en ekki bandvitlaus.

Það sem ég ætla að gera í þessum kubbi er að hjálpa ykkur elskunum mínum með undirstöðuatriðin í Japönskunni, og seinna meir fer ég kannski út í flóknari atriði málsins. En til að byrja með ætla ég að kenna ykkur eina litla og sæta vísu. Ef þið getið lært þessa vísu, þá getið þið lært Japönsku, auðvelt, ekki satt?
Vísan hljóðar svona:

A, Ka, Sa, Ta
Na, Ha, Ma, Ya
Ra, Wa, N.

Og þar hafið þið það! Ef þið leggið þessa vísu á minnið ábyrgst ég að það verður leikur einn að læra Hiragana, sem er það fyrsta sem ég mun kenna ykkur. En hvað er svo Hiragana? Jú krakkar mínir, Hiragana er eitt af þremur ritkerfum Japönskunnar, og er mikilvægt að læra það sem fyrst. Hin kerfin tvö eru Kanji, sem allir þekkja, Kínversku stafirnir sem skipta þúsundum og geta verið ansi flóknir, og Katakana, sem er aðallega notað til að skrifa erlend tökuorð og nöfn á Japönsku. Ég mun seinna meir fara betur út í Kanji og Katakana, en sem stendur er alveg nóg fyrir ykkur sem eruð að byrja að læra Hiragana. Það er vert að taka fram að Hiragana og Katakana innihalda 46 stafi, en ekki þúsundir tákna eins og Kanji.

En hvers vegna er þessi litla og einfalda vísa svona öflug við lærdóm Hiragana? Jú, það er vegna þess að hægt er að flokka alla stafina í kerfinu niður í hópa þar sem stafirnir eru settir saman af sama samhljóða skotið framan við sérhljóðana fimm, A, I, U, E og O. (Það eru undantekningar hér, ekki allir hópar innihalda fimm stafi, eða sérhljóða/samhljóða)

Því eru fyrstu 10 stafirnir í Hiragana, A, I, U, E, O og Ka, Ki, Ku, Ke, Ko. Þið sjáið núna hversu nothæf vísan er, ekki satt?

En það er ekki nóg að vita bara hver hljóðin eru, þið verðið auðvitað að vita hvaða stafir táknar hvert hljóð, og því getið þið séð hér fyrir neðan hvernig stafirnir úr fyrsta hópnum líta út. Það er að segja, hópnum sem samanstendur aðeins af grunn sérhljóðunum fimm, A, I, U, E og O. Ef þið horfið vel getið þið séð örvar sem að sýna í hvaða röð á að skrifa strikin.

<img src="http://www.internet.is/zydoran/hiragana1.JPG">

Og þar hafið þið það. Ég mæli með því að þið reynið að læra þessi fimm tákn, það er ekkert mál að læra Hiragana ef þið takið nokkur tákn á dag fyrir og lærið þau. Ég vona að þetta hafi verið fróðlegt fyrir ykkur krúttin mín, megi sólskynið, eða tunglskynið ef þið eruð nátthrafnar, vera með ykkur um alla daga sem og dimmar nætur.