Já, stelpurnar í Aria eru alltaf hressar.
Þessi mynd er úr leiknum ef - a fairy tale of the two, sem allir kannast auðvitað við. Kannski það flottasta við þessa mynd er bakgrunnurinn, en hann teiknaði Shinkai Makoto, höfundur Hoshi no Koe (Voices of a Distant Star) og Kumo no Mukou, Yakusoku no Basho (The Place Promised in Our Early Days) sem allir ættu að horfa á.
Líkt og tíðkast á vesturlöndum, eru Japanir óhræddir við að gefa út allskyns dót með þáttaröðum. Ganga þeir jafnvel enn lengra í því en aðrar þjóðir, og oftar en ekki er hægt að fá plastlíkön af öllum helstu karakterum, geisladiska og fatnað með myndum úr uppáhalds anime-inu sínu.