Ren Hér er hún Ren úr Tsukihime. Hún spilaði lítið en óneitanlega mjög skemmtilegt hlutverk í leiknum, en kom því miður ekki fram í seríunni. Vel á minnst, þá styttist í að þýðingin á leiknum yfir í ensku ljúki og þá getið þið kynnst Ren litlu og þeirri mögnuðu sögu sem er Tsukihime betur.