Frekar merkilegt hve mörgum finnst erfitt að teikna kvenmenn(37%) miðað við karlmenn (30%), ég hefði búist við öfugri stöðu.
Nú teikna ég ekki en ég hef hins vegar lesið þónokkuð manga og horft á frekar mikið anime og mér hefur ótrúlega oft karlmennirnir vera ekki illa teiknaðir, heldur vitlaust.
Þeir eru alltaf svo kvenlegir og það veldur því að maður fer að hugsa sig tvisvar um hvort að persónan er kona eða karl.
Frægt dæmi væri t.d. Kenshin, mjög kvenlega teiknaður og það talar líka kona inn á fyrir hann(allavegana á japönsku tali).
Ég var allavegana ekki viss þegar ég horfði á fyrsta þáttinn.

Þannig að ég hélt að það væri erfiðara að teikna karlmenn…eða hvað segið þið hugarar sem voruð að svara þessu…?<br><br>—————————
“Light thinks it travels faster than anything but it is wrong. No matter how fast light travels, it finds the darkness has always got there first, and is waiting for it.”

kv. demonz